Fyrstu laxarnir úr Kjarrá

Stefán Bjarnason með fyrsta laxinn úr Kjarrá í sumar, 80 …
Stefán Bjarnason með fyrsta laxinn úr Kjarrá í sumar, 80 sentimetra fisk úr veiðistaðnum Langadrætti. Ljósmynd/Aðsend

Kjarrá opnaði í morgun og var fyrsta laxinum landað úr Langadrætti. Kjarrá er efri hluti Þverár en opnunarhollið í Þverá lauk veiðum á hádegi og fékk hollið níu laxa. 

Kjarrá þjáðist mjög mikið af vatnsleysis í fyrra eins og aðrar ár í Borgarfirði. Nú er vatnið gott og laxinn er mættur. 

Fyrsta laxinum í Kjarrá landaði Stefán Bjarnason. Laxinn tók Sunray í veiðistaðnum Langadrætti og mældist 80 sentimetrar.

Jóhannes Hinriksson landaði þessum 88 sentimetra fiski úr Stekknum. Hann …
Jóhannes Hinriksson landaði þessum 88 sentimetra fiski úr Stekknum. Hann kallar myndina Þakklæti. Ljósmynd/Aðsend

Norðurá er á ágætu róli og eru þar komnir hátt í fjörutíu fiskar. Þá hafa laxar verið að gefa sig í Brennunni þar sem Þverá fellur út í Hvítá.

Kunnugir segja að tveggja ára laxinn sé rýrari en oft gerist og er það í fullu samræmi við að eins árs laxinn sem kom í fyrra var bæði rýr og mun minna af honum en í meðalári, fiskifræðingar spá hins vegar góðum smálaxagöngum og vonandi gengur það eftir.

Ágætisveiði er í Urriðafossi í Þjórsá og í gær tóku veiðimenn kvótann þar.

Laxar hafa sést í Miðfjarðará síðustu daga og er ríkir spenna fyrir opnunina þar sem verður 15. júní.

En heilt yfir fer þetta laxveiðisumar rólega af stað og er það í takt við það sem flestir bjuggust við.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert