Mok í Urriðafossi - Gott í Þverá

Alexander Arnarson með 95 sentimetra hænginn sem hann tók í …
Alexander Arnarson með 95 sentimetra hænginn sem hann tók í morgun í Þverá. Tíkin Lína fylgist áhugasöm með. Ljósmynd/Andrés

Urriðafoss í Þjórsá er nú smekkfullur af laxi. Flestar stangir sem koma til veiða taka kvótann og það á frekar skömmum tíma.

Eftir ágæta byrjun dalaði veiðin í nokkra daga en nú er gengið mikið af laxi og skilyrði til veiða eru ágæt. Eitthvað hefur sést af smálaxi en uppistaðan í aflanum er tveggja ára lax. Sá stærsti til þessa er 96 sentimetrar og veiddist hann síðastliðinn sunnudag.

Athygli vekur að veiðin í Urriðafossi hefur verið best eftir klukkan sjö á kvöldin.

Tveggja daga holl í Þverá með 17 laxa

Holl sem var að ljúka veiðum í Þverá á hádegi landaði sautján löxum eftir tveggja daga veiði og misstust nokkrir fiskar til viðbótar. Þá er komnir samtals 28 laxar á land úr Þverá. Stærsti laxinn til þessa í Þverá er 95 sentimetra hængur sem veiddist í Leynifitjastreng. Það var Alexander Arnarsson sem setti í fiskinn og landaði eftir rúmlega hálftíma viðureign.

Lax á í Holunni í Kjarrá. Þar er búið að …
Lax á í Holunni í Kjarrá. Þar er búið að landa 22 löxum á tveimur dögum. Ljósmynd/Aðsend

Opnun í Kjarrá komin í 22

Opnunarhollið í Kjarrá er búið að veiða í tvo daga og hefur landað 22 löxum. Kjarrá og Þverá eru vatnsmiklar og er nokkur litur í þeim. Þórarinn Sigþórsson eða Tóti tönn og Ingólfur Ásgeirsson lentu í ævintýri í morgun þegar þeir settu í fjóra stórlaxa í beit. Fiskur er að ganga upp í Þverá og Kjarrá en erfitt er að átta sig á magninu þar sem árnar eru vatnsmiklar og aðeins skolaðar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira