Mok í Urriðafossi - Gott í Þverá

Alexander Arnarson með 95 sentimetra hænginn sem hann tók í …
Alexander Arnarson með 95 sentimetra hænginn sem hann tók í morgun í Þverá. Tíkin Lína fylgist áhugasöm með. Ljósmynd/Andrés

Urriðafoss í Þjórsá er nú smekkfullur af laxi. Flestar stangir sem koma til veiða taka kvótann og það á frekar skömmum tíma.

Eftir ágæta byrjun dalaði veiðin í nokkra daga en nú er gengið mikið af laxi og skilyrði til veiða eru ágæt. Eitthvað hefur sést af smálaxi en uppistaðan í aflanum er tveggja ára lax. Sá stærsti til þessa er 96 sentimetrar og veiddist hann síðastliðinn sunnudag.

Athygli vekur að veiðin í Urriðafossi hefur verið best eftir klukkan sjö á kvöldin.

Tveggja daga holl í Þverá með 17 laxa

Holl sem var að ljúka veiðum í Þverá á hádegi landaði sautján löxum eftir tveggja daga veiði og misstust nokkrir fiskar til viðbótar. Þá er komnir samtals 28 laxar á land úr Þverá. Stærsti laxinn til þessa í Þverá er 95 sentimetra hængur sem veiddist í Leynifitjastreng. Það var Alexander Arnarsson sem setti í fiskinn og landaði eftir rúmlega hálftíma viðureign.

Lax á í Holunni í Kjarrá. Þar er búið að …
Lax á í Holunni í Kjarrá. Þar er búið að landa 22 löxum á tveimur dögum. Ljósmynd/Aðsend

Opnun í Kjarrá komin í 22

Opnunarhollið í Kjarrá er búið að veiða í tvo daga og hefur landað 22 löxum. Kjarrá og Þverá eru vatnsmiklar og er nokkur litur í þeim. Þórarinn Sigþórsson eða Tóti tönn og Ingólfur Ásgeirsson lentu í ævintýri í morgun þegar þeir settu í fjóra stórlaxa í beit. Fiskur er að ganga upp í Þverá og Kjarrá en erfitt er að átta sig á magninu þar sem árnar eru vatnsmiklar og aðeins skolaðar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira