Fleiri laxakúlur líta dagsins ljós

Hér má sjá nokkrar af þessum laxakúlum sem margir eiga …
Hér má sjá nokkrar af þessum laxakúlum sem margir eiga eftir að prófa í sumar. Ljósmynd/Veiðihornið

Flestir fluguveiðimenn þekkja án efa smáflugur með kúlu, eða laxakúlur eins og Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu kýs að kalla þær. Fyrstu þrjár slíkar voru frumsýndar 2018 og virkuðu vel. Nú er búið að bæta í safnið og voru þær frumsýndar í dag. 

„Fyrir fáeinum árum kom fram á sjónarsviðið flugan Zelda eftir Kjartan Antonsson. Þessi fluga vakti athygli okkar og fengum við þá hugmynd að útfæra vel þekktar laxaflugur með kúlu. Með því móti þyngja flugurnar örlítið og koma þeim aðeins undir yfirborðið. Fyrst útfærðum við Frances, Black & Blue, og Green Butt með kúlu. Þessar flugur slógu strax í gegn hjá okkur og mokfiskuðu. Þá var ekki aftur snúið og útfærðum við fleiri magnaðar, vel þekktar laxaflugur með kúlu,“ sagði Ólafur Vigfússon í samtali við Sporðaköst.

Nokkrar þeirra sem hafa nú verið hnýttar með þessum hætti eru Brá, Munro Killer, Silver Sheep, Collie Dog og Leonardo, svo einhverjar séu nefndar. Ólafur hefur tröllatrú á þessum flugum og víst er að hún býður upp á nýja tækni í smáfluguveiðum. Þegar fluga í þessari útfærslu er til að mynda strippuð hegðar hún sér með öðrum hætti í vatni og getur hreinlega gert gæfumuninn.

„Nú eru nýju útgáfurnar fyrst að koma fyrir almenningssjónir og komnar á flugubarinn hjá okkur.  Þessar flugur eiga klárlega eftir að slá í gegn í sumar og lyfta aflatölum í öllum helstu ám landsins,“ sagði Ólafur kátur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira