Spennandi opnanir framundan

Rafn Valur Alfreðsson leigutaki í Miðfirði með fallegan tveggja ára …
Rafn Valur Alfreðsson leigutaki í Miðfirði með fallegan tveggja ára lax sem veiddur var í neðri Austurá í opnuninni í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Á næstu dögum opnar margar af laxveiðiám á Vesturlandi og Norðurlandi.  Miðfjarðará opnar á mánudag og hafa þar sést laxar víða. Samkvæmt venju er mest af fiski að sjá í Kistunum í Vesturá og í Hlíðarfossi. Sést hafa fiskar í Túnhyl og jafnvel svo ofarlega sem Húkskvörn. Í Austuránni heftur lax sést í Hlaupum og lofar þetta góðu um opnunina.

Lax er mættur í Hítará sem opnar á þriðjudag, þann 16. júní. Laxá á Ásum fylgir í kjölfarið degi síðar og svo taka við opnanir í Víðidalsá og Vatnsdalsá. Undir lok næstu viku má í raun segja að laxveiðisumarið sé formlega hafið og þegar komið verður undir mánaðarmót er búið að opna flestar ár á landinu.

Viðbúið er að veiði framan af júní verði róleg eða allavega þar til smálaxinn fer að ganga í einhverju magni. Viðbúið er að stórlaxinn, sem er sami árgangur og smálaxinn frá í fyrra, verði af skornum skammti.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira