Norðurá í sínu gamla góða formi

Hilmar Hansson með 72 sentimetra lax úr Norðurá í morgun. …
Hilmar Hansson með 72 sentimetra lax úr Norðurá í morgun. Þessi tók fluguna Valgerði á Réttarhylsbroti. Ljósmynd/Aðsend

Norðuráin er í flottu standi segja veiðimenn sem eru þar við veiðar núna. Fiskur er á lykilstöðum og hann er afar vel haldinn. Segja má að Norðurá sé í eðlilegu standi eins og veiðimenn þekkja hana. Ástandið núna er eins og svart og hvítt miðað við hörmungarsumarið í fyrra.

Haugurinn, Sigurður Héðinn og Hilmar Hansson eru við veiðar í Norðurá núna og búnir að landa fjórum löxum og missa fimm. „Við misstum sólarhring úr, þar sem hún fór í kakó en þetta lítur vel út. Maður tekur sérstaklega eftir því hvað laxinn er vel haldinn. Hilli fékk í gær 87 sentimetra hæng og hann var bara alveg eins og Mike Tyson, með hnakkaspik og allt,“ sagði Haugurinn í samtali við Sporðaköst í morgun.

Þeir félagar voru nýbúnir að landa 72 sentimetra hrygnu á Réttarhylsbroti og tók sá lax fluguna Valgerði sem Hilmar Hansson hannaði sjálfur.

Einar Sigfússon rekstraraðili Norðurár telur að heildartalan nú sé að nálgast um áttatíu laxa. „Ég er mjög sáttur með ganginn þetta vorið. Mér sýnist vera að koma meira af stórlaxi en maður þorði að vona. Svo er núna stækkandi straumur og nær hann hápunkti 23. - 24. júní og á þessum tíma er smálaxinn að skila sér.“

Eystri Rangá opnar á morgun og verður spennandi að sjá hvað þar er að gerast.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert