Fyrsti laxinn úr Hítará

Davíð Örn Vignisson með fyrsta laxinn úr Hítará sumarið 2020, …
Davíð Örn Vignisson með fyrsta laxinn úr Hítará sumarið 2020, 60 sentimetra smálax sem veiddist í Steinastreng. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsti laxinn veiddist í Hítará í morgun. Áin opnaði formlega í morgun og er nokkuð síðan fyrstu laxarnir sáust í Hítará. Skilyrði til veiða í dag eru mjög krefjandi. Áin vatnsmikil og nokkur litur í henni.

Fyrsta laxinn veiddi Davíð Örn Vignisson í Steinastreng. Hann landaði smálaxi sem mældist sextíu sentimetrar. Nokkuð er síðan fyrstu laxarnir sáust í Hítaránni.

Forvitnilegt verður að fylgjast með ánni í sumar en þar varð mikið skriðufall, eins og flestir muna sem breytti árfarveginum mjög mikið. Skriðan féll að morgni 7. júlí 2018 og stíflaði árfarveginn svo áin fann sér nýjan farveg og sameinaðist Grjótá og Tálma sem eru hliðarár Hítarár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert