Fyrsti dagur í Hítará gaf þrjá laxa

Magnús Árnason með 75 sentímetra hrygnu sem veiddist eftir hádegi.
Magnús Árnason með 75 sentímetra hrygnu sem veiddist eftir hádegi. Ljósmynd/Aðsend

Opnunardagurinn í Hítará gefur góð fyrirheit. Fyrir hádegi kom einn lax á land enda áin bólgin og lituð. Síðdegis gekk áin niður og byrjaði að hreinsa sig. Tveir laxar veiddust eftir hádegi og var sá stærsti glæsileg 80 sentímetra hrygna. 

Orri Dór með 80 sentímetra hrygnu sem hann veiddi eftir …
Orri Dór með 80 sentímetra hrygnu sem hann veiddi eftir hádegi. Orri Dór er umsjónarmaður Hítarár. Ljósmynd/Aðsend

Þetta verður að teljast góð opnun fyrir Hítará sem hefur verið mjög stórt spurningamerki eftir stóru skriðuna 2018.

Orri Dór sem er umsjónarmaður Hítarár var mjög sáttur við þennan opnunardag og sáust laxar á nokkrum veiðistöðum. Viðbúið er að Hítará eigi nokkuð inni þar sem opnunardagurinn var erfiður sökum vatnavaxta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira