Prýðilegar opnanir í Grímsá og Langá

Guðmundur Ingi með allt í keng fyrir neðan Laxfoss í …
Guðmundur Ingi með allt í keng fyrir neðan Laxfoss í Grímsá í morgun. Þar var mikið fjör og flottir vel haldnir smálaxar. Ljósmynd/Aðsend

Ágætar opnanir voru í tveimur laxveiðiám á Vesturlandi í morgun. Veiði hófst í Grímsá og Langá í morgun. Fyrsti klukkutíminn í Grímsá var hreint út sagt magnaður. Fjórir laxar komu á land og má segja að þetta hafi byrjað með hvelli hjá þeim Grímsárbændum.

Svipaða sögu er að segja af Langá en þar var einn opnunargesta stórsöngvarinn Jógvan Hansen og eins og hann lýsti sjálfur á facebook þá fékk hann fyrsta fiskinn í þriðja kasti.

Stórsöngvarinn Jógvan Hansen með fyrsta laxinn úr Langá. tók rauðan …
Stórsöngvarinn Jógvan Hansen með fyrsta laxinn úr Langá. tók rauðan Frances í þriðja kasti. Ljósmynd/Aðsend

Mikil spenna ríkti í morgun við Laxfoss í Grímsá. Jón Þór Júlíusson leigutaki, sagðist hafa séð um fjörutíu laxa neðan við fossinn og það væri ekki á hverju ári. „Ég hef ekki séð þetta svona nema tvisvar áður,“ sagði hann í samtali við Sporðaköst, eftir að vaktinni lauk. Alls var fimm löxum landað á fyrri vaktinni og fengust þeir neðan Laxfoss, í Þingnesstrengjum og einn uppi í Oddstaðafljóti sem er efsti veiðistaður árinnar.

Guðmundur Ingi Gústavsson byrjaði í Fossinum og setti hann í þrjá laxa í beit og hélt einum. Nokkru síðar setti hann í fullorðinn tveggja ára hæng sem í 90 sentímetra flokknum. Laxinn hafði betur í þeirri viðureign.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert