Fyrsti hundraðkallinn kom úr Víðidal

James Murray með fyrsta fiskinn yfir hundrað sentímetra sumarið 2020 …
James Murray með fyrsta fiskinn yfir hundrað sentímetra sumarið 2020 á Íslandi. Þessi glæsilegi hængur mældist 101 sentímetri og var viðureignin löng og ströng í þeim þekkta veiðistað Harðeryarstreng. Ljósmynd/RG

Fyrsti hundraðkallinn á þessari vertíð veiddist í Víðidalsá eftir hádegi. Breski kvikmyndaleikarinn James Murray setti í fiskinn í Harðeyrarstreng og barðist við hann í rúman hálftíma. Hængurinn mældist 101 sentímetri og var ótrúlega flott eintak af Atlantshafslaxi.

Fiskurinn tók smáflugu og var því tekið mjúklega á honum. Þetta er stærsti lax sem Murray hefur veitt og var gleði leikarans mikil þegar félagi hans kvikmyndaleikarinn Robson Green háfaði fiskinn. Heyra mátti gleðiöskrin víða um Víðidal. 

Þeir félagar eru staddir hér á landi til að gera veiðiþátt um Ísland fyrir erlendar sjónvarpsstöðvar. Þeir fara af landi brott á morgun og má segja að hápunktur ferðarinnar hafi komið á réttum tíma og sé einskonar rúsína í pylsuendanum.

Þeir félagar sögðu í samtali við Sporðaköst að þeir væru einfaldlega uppnumdir af landi og þjóð og síðast en ekki síst fiskinum sem hér á heima.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert