Gott í Deildará - Laxá komin á blað

Guðmundur Hlífar Ákason með lax úr Mifosspolli í Laxá í …
Guðmundur Hlífar Ákason með lax úr Mifosspolli í Laxá í Aðaldal. Ljósmynd/Aðsend

Sífellt fleiri laxveiðiár eru að opna. Nú beinist kastljósið að Norðurlandi og það vakti athygli að enginn lax veiddist í Laxá í Aðaldal þegar áin opnaði. Það breyttist í gær og Þá var tveimur fyrstu löxum sumarsins landað. 

Jón Helgi Björnsson, bóndi á Laxamýri sem var við veiðar neðan Æðarfossa sagði ána hafa verið mjög heita og taka í fiski letileg. Vindur og tuttugu gráðu hiti. Fyrstu tveir fiskarnir fengust í Brúnarhyl og Miðfosspolli. Sá fyrr nefndi mældist 94 sentímetrar.

Gunnar Örn með 87 sentímetra lax úr Minkahyl í Deildará. …
Gunnar Örn með 87 sentímetra lax úr Minkahyl í Deildará. Þetta var einn af fyrstu löxunum. Ljósmynd/Aðsend

Deildará með fína opnun

Deildará á Sléttu opnaði um helgina og þar komu á land sex laxar í opnun. Mest líf var í Langhyl, en þar veiddist fyrsti lax sumarsins. Þá var laxa að finna í Illukeldu, Miðgarði og Holtunum en veiðimenn sem voru við veiðar sögðust hafa séð fisk víðar og fór sögum af stórum fiskum. Opnunarhollið missti sex laxa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira