„Aldrei lent í öðrum eins fiski“

Björn K. Rúnarsson með fiskinn sterka úr Hólakvörn í Vatnsdalsá. …
Björn K. Rúnarsson með fiskinn sterka úr Hólakvörn í Vatnsdalsá. Hann tók hitch og mældist 98 á sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Stærsti laxinn til þessa úr Vatnsdalsá veiddist í morgun í Hólakvörn. Björn K. Rúnarsson setti í hann og landaði eftir æsispennandi klukkustundarlanga baráttu.

„Þessi fiskur tók hitch og ég hef aldrei lent í öðru eins. Hann þumbaðist í svona tuttugu mínútur og tók svo stikið niður eftir. Þar sneri hann skyndilega við og strikaði upp með landinu hinu megin. Ég var kominn með 150 metra út og leist ekki á blikuna. Sá aldrei þennan fisk fyrr en við náðum honum í háfinn,“ sagði Björn í samtali við Sporðaköst í morgun.

Hann hefur tekist á við margan tuttugu plús fiskinn en þessi var hreinlega af öðru kaliberi. Björn hringdi eftir aðstoð og er það í fyrsta skipti sem hann gerir það. Loksins þegar fiskurinn kom í háfinn mældist hann 98 sentímetrar.

Fyrsti smálaxinn veiddist í Vatnsdalsá í morgun og var hann flottur og virtist vel haldinn.

Opnunarhollinu í Vatnsdal lauk á hádegi og komu á land fimmtán fiskar. Opnunarhollið í Víðidalsá skilaði sautján löxum og verða þessar opnanir að teljast yfir væntingum. Sérstaklega þegar horft er til þess að veiðin fyrstu dagana er borin uppi af tveggja ára fiski. Smálaxinn í fyrra gaf ekki góð fyrirheit um heimtur á tveggja ára laxi.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Laxá í Aðaldal Magni Jónsson 2. ágúst 2.8.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.

Skoða meira