Laxá vaknar - sjö komnir í opnun

JAX, eða Jón Axel með 81 sentímetra lax sem hann …
JAX, eða Jón Axel með 81 sentímetra lax sem hann landaði í gær á Mjósundi í Laxá. Ljósmynd/Aðsend

Jón Axel Ólafsson, morgunþáttastjórnandi á K100, er mættur í Aðaldalinn. Hann er einn stjórnanda þáttanna Ísland vaknar á útvarpsstöðinni og það má svo sannarlega segja að nafn þáttarins hafi höfðað til Laxár. 

Slepping. Þessi fékk að synda áfram eftir stutt kynni. Nú …
Slepping. Þessi fékk að synda áfram eftir stutt kynni. Nú eftir hádegi opnar svæðið í Nesi í Laxá í Aðaldal. Ljósmynd/Aðsend

Sjö laxar eru nú komnir úr hollinu og er það mörgum léttir eftir fyrsta dag sem var laxlaus. Jón Ólafsson var í gær neðan við Æðarfossa og í framhaldinu fór hann upp fyrir og landaði á Mjósundi 81 sentímetra fiski. Eins myndin ber með sér er Jón Axel hamingjan uppmáluð. Laxinum var sleppt að lokinni viðureigninni.

Stærsti laxinn úr Laxá í Aðaldal til þessa er 94 sentímetrar. 

Nessvæðið í Laxá í Aðaldal opnar eftir hádegi. Nesveiðar, eins og svæðið er gjarnan kallað er án efa mesta stórlaxasvæði landsins. Í fyrra veiddust þar á þriðja tug laxa sem náðu 100 sentímetrum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira