Veiðitölur sýna rólega byrjun

Veiðistaðurinn Hulda í Urriðafossi. Þar eru nú kraftmiklar smálaxagöngur og …
Veiðistaðurinn Hulda í Urriðafossi. Þar eru nú kraftmiklar smálaxagöngur og er hörkuveiði þessa dagana. Tæplega 400 laxar eru komnir á land í Urriðafossi. Ljósmynd/Aðsend

Laxveiðin fer víðast rólega af stað. Urriðafoss í Þjórsá er það svæði sem sker sig úr og voru í gærkvöldi bókaðir 399 laxar frá opnun. Mjög öflugar smálaxagöngur eru nú í Þjórsá og lítur út fyrir mjög gott sumar þar. Norðurá er í öðru sæti með 189 laxa. Þverá/Kjarrá eru í þriðja sæti með 118 laxa, en vantar tölur þar fyrir síðustu viku. því næst kemur Eystri Rangá með 82 laxa, þá Blanda með 62. Svo eru þær á svipuðu róli Haffjarðará, Miðfjarðará og Brennan í Hvítá með ríflega fjörutíu laxa.

Margar ár eru nýlega opnaðar og aðrar opna í vikunni. Vikutölurnar á angling.is verða marktækari þegar líður lengra fram á sumar og auðveldara verður að lesa í þá þróun sem þær sýna. 

Tveggja ára fiskurinn sem ber uppi veiði fyrstu vikurnar er af skornum skammti en það var eitthvað sem flestir bjuggust við í ljósi hversu lítið var af smálaxi í fyrra.

Smálaxagöngurnar í Þjórsá vekja vonir um að hann kunni að heypa verulegu lífi í veiðina á næstu dögum og vikum.

Vikulegar veiðitölur úr aflahæstu laxveiðiánum eru birtar á angling.is sem er heimasíða Landssambands veiðifélaga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert