Veiðitölur sýna rólega byrjun

Veiðistaðurinn Hulda í Urriðafossi. Þar eru nú kraftmiklar smálaxagöngur og …
Veiðistaðurinn Hulda í Urriðafossi. Þar eru nú kraftmiklar smálaxagöngur og er hörkuveiði þessa dagana. Tæplega 400 laxar eru komnir á land í Urriðafossi. Ljósmynd/Aðsend

Laxveiðin fer víðast rólega af stað. Urriðafoss í Þjórsá er það svæði sem sker sig úr og voru í gærkvöldi bókaðir 399 laxar frá opnun. Mjög öflugar smálaxagöngur eru nú í Þjórsá og lítur út fyrir mjög gott sumar þar. Norðurá er í öðru sæti með 189 laxa. Þverá/Kjarrá eru í þriðja sæti með 118 laxa, en vantar tölur þar fyrir síðustu viku. því næst kemur Eystri Rangá með 82 laxa, þá Blanda með 62. Svo eru þær á svipuðu róli Haffjarðará, Miðfjarðará og Brennan í Hvítá með ríflega fjörutíu laxa.

Margar ár eru nýlega opnaðar og aðrar opna í vikunni. Vikutölurnar á angling.is verða marktækari þegar líður lengra fram á sumar og auðveldara verður að lesa í þá þróun sem þær sýna. 

Tveggja ára fiskurinn sem ber uppi veiði fyrstu vikurnar er af skornum skammti en það var eitthvað sem flestir bjuggust við í ljósi hversu lítið var af smálaxi í fyrra.

Smálaxagöngurnar í Þjórsá vekja vonir um að hann kunni að heypa verulegu lífi í veiðina á næstu dögum og vikum.

Vikulegar veiðitölur úr aflahæstu laxveiðiánum eru birtar á angling.is sem er heimasíða Landssambands veiðifélaga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
104 cm Svalbarðsá Viggó Júlíusson 6. júlí 6.7.
104 cm Nesveiðar Hugo 29. júní 29.6.
104 cm Nesveiðar Aron Pálmarsson 27. júní 27.6.
107 cm Nesveiðar Hilmar Hafsteinsson 25. júní 25.6.
101,5 cm Laxá í Kjós Guðjón Þ. Guðjónsson 23. júní 23.6.
101 cm Blanda Pétur Pálsson 21. júní 21.6.
101 cm Víðidalsá James Murray 20. júní 20.6.

Skoða meira