Veiðitölur sýna rólega byrjun

Veiðistaðurinn Hulda í Urriðafossi. Þar eru nú kraftmiklar smálaxagöngur og …
Veiðistaðurinn Hulda í Urriðafossi. Þar eru nú kraftmiklar smálaxagöngur og er hörkuveiði þessa dagana. Tæplega 400 laxar eru komnir á land í Urriðafossi. Ljósmynd/Aðsend

Laxveiðin fer víðast rólega af stað. Urriðafoss í Þjórsá er það svæði sem sker sig úr og voru í gærkvöldi bókaðir 399 laxar frá opnun. Mjög öflugar smálaxagöngur eru nú í Þjórsá og lítur út fyrir mjög gott sumar þar. Norðurá er í öðru sæti með 189 laxa. Þverá/Kjarrá eru í þriðja sæti með 118 laxa, en vantar tölur þar fyrir síðustu viku. því næst kemur Eystri Rangá með 82 laxa, þá Blanda með 62. Svo eru þær á svipuðu róli Haffjarðará, Miðfjarðará og Brennan í Hvítá með ríflega fjörutíu laxa.

Margar ár eru nýlega opnaðar og aðrar opna í vikunni. Vikutölurnar á angling.is verða marktækari þegar líður lengra fram á sumar og auðveldara verður að lesa í þá þróun sem þær sýna. 

Tveggja ára fiskurinn sem ber uppi veiði fyrstu vikurnar er af skornum skammti en það var eitthvað sem flestir bjuggust við í ljósi hversu lítið var af smálaxi í fyrra.

Smálaxagöngurnar í Þjórsá vekja vonir um að hann kunni að heypa verulegu lífi í veiðina á næstu dögum og vikum.

Vikulegar veiðitölur úr aflahæstu laxveiðiánum eru birtar á angling.is sem er heimasíða Landssambands veiðifélaga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira