Aron Pálma með risalax í Nesi

Aron Pálmarsson smelli kossi á Krauna sem heldur stórlaxinum. Þetta …
Aron Pálmarsson smelli kossi á Krauna sem heldur stórlaxinum. Þetta er annar fiskurinn sem Aron Pálma landar á jafn mörgum árum í Nesi sem er yfir 100 sentímetrar. Ljósmynd/Nessvæðið

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson landaði í morgun 104 sentímetra laxi í Nesi í Laxá í Aðaldal. Þetta er annar lax Arons á jafn mörgum árum og báðir hafa þeir verið yfir hundrað sentímetrar. Þetta var síðasti laxinn sem veiddist í opnunarhollinu og þar mætti landsliðsmaðurinn og lauk þessu holli með stæl í nánast uppbótartíma. 

Leiðsögumaður Arons var Björgvin Krauni Viðarsson eða Krauni eins og hann er jafnan kallaður. Alls veiddust tveir laxar í opnunarhollinu sem voru yfir 100 sentímetrar. Sá fyrri var 107 og veiddist á Vitaðsgjafa.

Samtals veiddust tólf fiskar í opnunarhollinu í Nesi og var meðallengd 88 sentímetrar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert