Aron Pálma með risalax í Nesi

Aron Pálmarsson smelli kossi á Krauna sem heldur stórlaxinum. Þetta …
Aron Pálmarsson smelli kossi á Krauna sem heldur stórlaxinum. Þetta er annar fiskurinn sem Aron Pálma landar á jafn mörgum árum í Nesi sem er yfir 100 sentímetrar. Ljósmynd/Nessvæðið

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson landaði í morgun 104 sentímetra laxi í Nesi í Laxá í Aðaldal. Þetta er annar lax Arons á jafn mörgum árum og báðir hafa þeir verið yfir hundrað sentímetrar. Þetta var síðasti laxinn sem veiddist í opnunarhollinu og þar mætti landsliðsmaðurinn og lauk þessu holli með stæl í nánast uppbótartíma. 

Leiðsögumaður Arons var Björgvin Krauni Viðarsson eða Krauni eins og hann er jafnan kallaður. Alls veiddust tveir laxar í opnunarhollinu sem voru yfir 100 sentímetrar. Sá fyrri var 107 og veiddist á Vitaðsgjafa.

Samtals veiddust tólf fiskar í opnunarhollinu í Nesi og var meðallengd 88 sentímetrar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira