Flugan Valgerður skírð eftir ráðherra

Hilmar Hansson, eða Hilli er hér með lax í Norðurá …
Hilmar Hansson, eða Hilli er hér með lax í Norðurá sem lét glepjast af Valgerði. Síðan hefur þessi fluga verið að gera það gott. Ljósmynd/Aðsend

Nýjar flugur og nýjar litasamsetningar á flugum eru mörgum veiðimanninum hugleiknar. Alltaf spennandi þegar nýjung bætist í boxið. Einn af þeim sem hafa náð góðum árangri í að hanna veiðnar flugur er Hilmar Hansson. Nýjasta afkvæmi hans er flugan Valgerður. Raunar vill hann kalla fluguna Eiðinn en sennilega eru of margir búnir að bóka á Valgerði þannig að vandséð verður að snúa þeirri nafngift niður.

Valgerður sem tvíkrækja. Hausinn er úr flúrosent efni.
Valgerður sem tvíkrækja. Hausinn er úr flúrosent efni. Ljósmynd/Aðsend

Fyrstu laxarnir veiddust á Valgerði í Norðurá snemma í mánuðinum. Þá var ekki búið að skíra fluguna en þar sem þeir félagar voru að veiða í Norðurá, Hilli og Sigurður Héðinn „Haugur,“ fengu þeir símtal frá Sporðaköstum. Þeir sögðu frá nýju flugunni og góðri veiði. „Það var ekkert búið að skíra fluguna, en það óð svo á Haugnum í samtalinu að hann skírði hana Valgerði. Og það er einfaldlega vegna þess að við vorum að tala um Framsóknarflokkinn og Kárahnjúka,“ sagði Hilli í samtali við Sporðaköst og brosti. Þannig að flugan er skírð í höfuðið á Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra.

Sem flot túpa. Hún virkar vel í vorfiski en óvíst …
Sem flot túpa. Hún virkar vel í vorfiski en óvíst er hvernig hún er að hausti til. Ljósmynd/Aðsend

Flugan og sú litasamsetning sem hún hefur upp á að bjóða hefur þegar sannað sig. Hilli, sem er hönnuðurinn, segir að rekja megi þessa flugu til The Banana Fly. „Ég var alveg heillaður í fyrra af Bananaflugunni af því að hún virkaði svo vel í Noregi þannig að ég setti þessa saman í vetur, og sannarlega tengist hún forveranum þó að skyldleikinn blasi kannski ekki við.“

Þeir félagar fengu fimm laxa á Valgerði í Norðurá. Hilli fékk lax á hana í Sandá og einnig hefur veiðst á hana í Langá og víðar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert