Flugan Valgerður skírð eftir ráðherra

Hilmar Hansson, eða Hilli er hér með lax í Norðurá …
Hilmar Hansson, eða Hilli er hér með lax í Norðurá sem lét glepjast af Valgerði. Síðan hefur þessi fluga verið að gera það gott. Ljósmynd/Aðsend

Nýjar flugur og nýjar litasamsetningar á flugum eru mörgum veiðimanninum hugleiknar. Alltaf spennandi þegar nýjung bætist í boxið. Einn af þeim sem hafa náð góðum árangri í að hanna veiðnar flugur er Hilmar Hansson. Nýjasta afkvæmi hans er flugan Valgerður. Raunar vill hann kalla fluguna Eiðinn en sennilega eru of margir búnir að bóka á Valgerði þannig að vandséð verður að snúa þeirri nafngift niður.

Valgerður sem tvíkrækja. Hausinn er úr flúrosent efni.
Valgerður sem tvíkrækja. Hausinn er úr flúrosent efni. Ljósmynd/Aðsend

Fyrstu laxarnir veiddust á Valgerði í Norðurá snemma í mánuðinum. Þá var ekki búið að skíra fluguna en þar sem þeir félagar voru að veiða í Norðurá, Hilli og Sigurður Héðinn „Haugur,“ fengu þeir símtal frá Sporðaköstum. Þeir sögðu frá nýju flugunni og góðri veiði. „Það var ekkert búið að skíra fluguna, en það óð svo á Haugnum í samtalinu að hann skírði hana Valgerði. Og það er einfaldlega vegna þess að við vorum að tala um Framsóknarflokkinn og Kárahnjúka,“ sagði Hilli í samtali við Sporðaköst og brosti. Þannig að flugan er skírð í höfuðið á Valgerði Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra.

Sem flot túpa. Hún virkar vel í vorfiski en óvíst …
Sem flot túpa. Hún virkar vel í vorfiski en óvíst er hvernig hún er að hausti til. Ljósmynd/Aðsend

Flugan og sú litasamsetning sem hún hefur upp á að bjóða hefur þegar sannað sig. Hilli, sem er hönnuðurinn, segir að rekja megi þessa flugu til The Banana Fly. „Ég var alveg heillaður í fyrra af Bananaflugunni af því að hún virkaði svo vel í Noregi þannig að ég setti þessa saman í vetur, og sannarlega tengist hún forveranum þó að skyldleikinn blasi kannski ekki við.“

Þeir félagar fengu fimm laxa á Valgerði í Norðurá. Hilli fékk lax á hana í Sandá og einnig hefur veiðst á hana í Langá og víðar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Selá í Vopnafirði Erlendur veiðimaður 14. júlí 14.7.
102 cm Laxá í Aðaldal Páll Ágúst Ólafsson 13. júlí 13.7.
104 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 8. júlí 8.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Ben Sangster 6. júlí 6.7.
100 cm Blanda Neil Boyd 6. júlí 6.7.
100 cm Hólsá, Eystri-bakki Gijs K. Sipestein 6. júlí 6.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jörgensen 4. júlí 4.7.

Skoða meira