Met byrjun í Hofsá - komnir 43 laxar

Þessir nýgengnu laxar eru svo bjartir.Trausti Viktor Gunnlaugsson er hér …
Þessir nýgengnu laxar eru svo bjartir.Trausti Viktor Gunnlaugsson er hér með glæsilegt eintak úr Ofurstanum. Ljósmynd/Aðsend

Það er hörkustuð í Hofsá í Vopnafirði. Opnunarhollið lauk veiðum á hádegi í gær og landaði 31 laxi. Hollið sem tók við var búið að landa tólf löxum eftir fyrsta heila daginn. Samtals komnir 43 í bók. 

Að sögn umsjónarmanna Hofsár er þetta besta byrjun í ánni í mörg ár og líklega þarf að fara áratugi aftur til að finna viðlíka opnun.

Ari Þórðarson með dæmigerðan Hofsárlax. Þetta er einhver kröftugasta byrjun …
Ari Þórðarson með dæmigerðan Hofsárlax. Þetta er einhver kröftugasta byrjun sem sést hefur í Hofsá í mörg ár. Ljósmynd/Aðsend

Uppstaðan í veiðinni er stórlax og vekur það mönnum vonir um mjög gott sumar. Seiðamælingar á árganginum sem gekk út í fyrra voru jákvæðar og má því búast við að smálaxagöngur geti orðið góðar.

Þetta er í takt við aðrar ár sem hafa verið að opna á Norðaustur horninu. Þannig var kröftug opnun í Sandá í Þistilfirði og Selá opnaði líflega. Hafralónsá opnaði einnig vel.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.

Skoða meira