Útlitið fyrir Jöklu er gott í sumar

Þröstur Elliðason og Kristín Edwald með fyrsta laxinn úr Jöklu. …
Þröstur Elliðason og Kristín Edwald með fyrsta laxinn úr Jöklu. Sjötíu sentímetra tekinn á hitch í Hólaflúð. Ljósmynd/Aðsend

Fyrstu laxarnir veiddust í Jöklu í morgun, þegar áin opnaði. Fyrsti laxinn tók hitch í Hólaflúð í einu af allra fyrstu köstum morgunsins. Töluvert mikið magn er af laxi í Hólaflúð, sem er einn af þekktari veiðistöðum Jöklu.

Nokkru síðar veiddist annar og þriðji laxinn og tóku þeir nánast samtímis og einnig í Hólaflúð. Þröstur Elliðason, leigutaki er ánægður með morguninn og segir að útlitið fyrir þetta sumar sé betra en oft áður. „Staðan á lóninu hjá Landsvirkjun er mun hagstæðari en síðustu tvö ár. Ég á von á því að við getum veitt megnið af ágústmánuði, áður en við fáum yfirfall. Það er óskandi og verður gaman að sjá hvað Jökla getur þá gert,“ sagði Þröstur í samtali við Sporðaköst.

Hér er fjör. Júlíus Elliðason og Ása Ásgrímsdóttir með 82 …
Hér er fjör. Júlíus Elliðason og Ása Ásgrímsdóttir með 82 sentímetra lax í Hólaflúð. Í baksýn er svo Atli Arason að þreyta stórlax, sem kom á land með Nordine leiðsögumanni. Ljósmynd/Aðsend

Undanfarin tvö sumur hefur Jökla orðið nánast óveiðandi snemma í ágúst þegar Hálslón hefur farið á yfirfall og þar með verður áin mjög gruggug og svo að hún er ill veiðanleg.

Laxarnir þrír í morgun voru ekki lúsugir en mjög nýlegir. Fyrsti laxinn var sjötíu sentímetrar en hinir tveir 82 og 83 sentímetrar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira