Stóra gaf 28 laxa í opnunarhollinu

Veiðistaðurinn Bergsnös, Fallegur veiðstaður og gjöfull að sama skapi.
Veiðistaðurinn Bergsnös, Fallegur veiðstaður og gjöfull að sama skapi. Ljósmynd/Aðsend

Opnunin í Stóru-Laxá á svæði 1 og 2 var hreint út sagt mjög góð. 28 laxar komu á land og töluvert misstist. Helmingurinn af þessum fiskum veiddist fyrsta daginn en eftir það brast á bongóblíðu og dró það úr töku og allt varð viðkvæmara. 

Einn af 28. Fyrsti dagurinn gaf helminginn af aflanum og …
Einn af 28. Fyrsti dagurinn gaf helminginn af aflanum og svo dró úr þessu aðallega vegna mikillar blíðu. Hér er Valgerður Árnadóttir með fallegan vorlax í opnuninni. Ljósmynd/Aðsend

Flestir þessara fiska komu á Sunray Shadow og hitch en einnig smáflugur. Stærsti laxinn var 88 sentímetrar og allur er fiskurinn mjög vel haldinn, eins og reyndar veiðimenn eru að taka eftir um allt land með stórlaxinn.

Löndun afstaðin og slepping framundan. Árni Baldursson með lax sem …
Löndun afstaðin og slepping framundan. Árni Baldursson með lax sem er númer sextán þúsund og eitthvað á ferlinum. Ljósmynd/Aðsend

Bergsnösin sem er einn af einkennis stöðum svæðis 1 og 2 í Stóru geymir mikið af fiski og þar af sáu veiðimenn einn mjög stóran. Gamli reynsluboltinn Árni Baldursson giskaði á 25 til 30 pund og hann þekkir þá. Þessi stórlax liggur einmitt í Bergsnösinni, hversu lengi sem það verður.

Þetta er ekki besta opnun á svæði 1 og 2 sem Sporðaköst vita um, en klárlega í flokki með betri. Þetta er mikið ánægju efni fyrir þá fjölmörgu sem hafa átt veiðisamband við Stóru-Laxá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.

Skoða meira