„Nýr farvegur Hítarár tíu sinnum betri“

Skriðan sem féll úr Fagraskógarfjalli fyrir tveimur árum stíflaði farveg …
Skriðan sem féll úr Fagraskógarfjalli fyrir tveimur árum stíflaði farveg Hítarár og breytti honum. Ljósmynd/Sumarliði Ásgeirsson

Einn þeirra veiðimanna sem veitt hafa í Hítará í áratugi er Gunnar Sigurðsson. Hann er maðurinn sem setti í laxinn í Hróbjörgum, ofan Skriðu, í gær. Gunnar sagði í samtali við Sporðaköst að hann hefði séð töluvert af laxi í nýja farveginum. Þar eru veiðistaðir nafnlausir eins og gefur að skilja en margir flottir eins og myndir frá Gunnari bera með sér.

Áform um að endurheimta gamla farveginn eru í farvatninu. Gunnar telur þau áform varhugaverð. „Nýi farvegurinn er tíu sinnum flottari en sá gamli var. Ég er mjög spenntur fyrir þessum nýja farvegi og er búinn að sjá lax og laxa á mörgum stöðum. Kosturinn við nýja farveginn er ótvírætt sá að þar er enginn laxastigi. Gamli stiginn var ekki að virka sem skyldi. Ég hlakka til að veiða í Hítará í þessum breytta og nýja farvegi,“ sagði Gunnar í samtali við Sporðaköst.

Hér sést hluti af nýja farveginum og ekki er annað …
Hér sést hluti af nýja farveginum og ekki er annað að sjá en það fari vel um Hítará í þessu umhverfi. Ljósmynd/Gunnar Sigurðsson

Hann sá fiska á einum fjórum stöðum og þar af lax sem hann telur vera í hundraðkallaflokknum. „Allir þessir fiskar voru komnir upp fyrir Skriðu, eða því sem næst. Það er greinilegt að fiskurinn á mun auðveldara með að ganga nýja farveginn en þann gamla.“ Hann segir að veiðin í Hítará gangi vel og það sé fiskur í flestum stöðum. „Ég væri hræddur að hrófla við þessu jafnvægi sem mér sýnist vera að skapast þarna,“ sagði Gunnar að lokum.

Gunnar, sem tók þessar myndir, segir að farvegurinn, eins og …
Gunnar, sem tók þessar myndir, segir að farvegurinn, eins og hann er núna, sé mun skemmtilegri en sá gamli. Þarna sé ekki þörf á laxastiga. Ljósmynd/Gunnar Sigurðsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira