Samkeppnin fer vel af stað

Skemmtilegt augnablik sem hefur verið fryst í Laxá í Laxárdal. …
Skemmtilegt augnablik sem hefur verið fryst í Laxá í Laxárdal. Þarna er 65 sentímetra urriði að leggja í sporðadans við Geir Brynjólfsson. Ljósmynd/Hrafn Ágústsson

Veiðimenn hafa tekið vel við sér í tengslum við Veiðimyndasamkeppni sem Veiðihornið, Árvakur og Sporðaköst standa saman að. Við ætlum af og til að birta skemmtilegar myndir sem berast í sumar. Þessi mynd var tekin í Laxá í Laxárdal. Fiskurinn náðist og var 65 sentímetra urriði og var honum sleppt. Veiðimaður er Geir Brynjólfsson. Hrafn Ágústsson tók myndina. 

Í sumar veitum við verðlaun fyrir fjóra flokka. Þeir eru eft­ir­far­andi. Ung­ir veiðimenn, Veiðikon­ur, Stór­ir fisk­ar og loks Veiðimynd árs­ins.

Veg­leg verðlaun verða veitt í hverj­um flokki:

Ung­ir veiðimenn -  Red­ingt­on krakka flugu­veiðipakki<br/>Veiðikon­ur – Simms G3 Gui­de dömu Gore-tex veiðijakki<br/>Stór­ir fisk­ar – Mc­le­an háf­ur með inn­byggðri vigt<br/>Veiðimynd árs­ins – Sage Igniter ein­henda

All­ar mynd­ir sem send­ar eru inn til þátt­töku er gjald­geng­ar og mun dóm­nefnd skipuð reynslu­bolt­um, bæði í veiði og ljós­mynd­un fara yfir og meta hvern flokk fyr­ir sig.

Þær mynd­ir sem send­ar eru inn er heim­illt að birta í ár­legu riti Veiðihorns­ins, Veiði 2021 og/​eða öðrum aug­lýs­ing­um Veiðihorns­ins  Með því að senda inn mynd samþykk­ir ljós­mynd­ari slíka notk­un á mynd­inni.

Senda skal mynd­irn­ar í góðri upp­lausn á net­fangið<span> </span><a href="mailto:eggertskula@mbl.is">eggert­skula@mbl.is</a>. Greina skal frá hvar mynd­in er tek­in og hvað var að ger­ast. Þá er nauðsyn­legt að fá nöfn þeirra sem eru á mynd­inni og ekki síst hver tók hana, því það er sá sem hlýt­ur verðlaun­in ef vel tekst til.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira