Veðurguðirnir í lið með Blöndu

Blöndulón. Vatnshæð lónsins er mun hærri nú en í meðal …
Blöndulón. Vatnshæð lónsins er mun hærri nú en í meðal ári. Þó gerðust þau ánægjulegu tíðindi síðustu daga að yfirborðið lækkaði um sex sentimetra. Ljósmynd/Landsvirkjun

Óhætt er að segja að veðurguðirnir hafi gengið í lið með Blöndu og þeim sem að henni standa. Kólnandi veðurlag fyrir norðan hefur gert það að verkum að loksins hefur aðeins lækkað í Blöndulóni. Vatnshæð í Blöndulóni er nú 477,27 metrar yfir sjávarmáli. Síðustu daga hefur vatnshæð lækkað um sex sentímetra, en hún fór hæst í 477,33 metra.

Blöndulón fer á yfirfall þegar vatnshæð nær 478 metrum. Vatnsstaðan í lóninu nú er mun hærri en í meðalári. Þetta kólnandi veðurfar vinnur með öllum málsaðilum, því eins og við sögðum í frétt í gær verður Blanda óveiðanleg þegar yfirfallið hefst.

Reynir M. Sigmunds með 93 sentímetra hrygnu af Breiðunni, sem …
Reynir M. Sigmunds með 93 sentímetra hrygnu af Breiðunni, sem tók rauðan Frigga. í opnunarhollinu í vor. Nú lítur út fyrir að yfirfallið frestist eitthvað og eru það góðar fréttir við veiðimenn og Blöndubændur. Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson

Mesta svartsýnisspá með yfirfallið gerði ráð fyrir því að lónið myndi fyllast 10. júlí en nú sjá menn fram á lengri tíma og eru farnir að gæla við að megnið af júlímánuði sleppi. Í þessum efnum eru það náttúruöfl og veður sem á endanum stjórna þessu, hvað sem spám líður.

Erik Koberling, staðarhaldari við Blöndu, segist ánægður með að hafa séð vatnsyfirborðið lækka, sem þýðir að fleiri dagar líða þar til yfirfallið tekur við. Hann segist fagna þessari stöðu og vonandi geti þeir veitt sem lengst af tímabilinu.

Erik segir að smálaxinn sé farinn að láta sjá sig í Blöndu og það eru góðar fréttir. Nú krossar hann bara fingur og vonar að nætur og kvöld verði köld svo hægi á rennsli í Blöndulón.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.

Skoða meira