Ævintýraför í Hafralón - Þoka og mok

Sigurjón Bjarni Bjarnason með bleikju úr efsta veiðistað Hafralónsár. Þetta …
Sigurjón Bjarni Bjarnason með bleikju úr efsta veiðistað Hafralónsár. Þetta var mikil ævintýraför hjá þeim félögum. Ljósmynd/Aðsend

Þrír ákafir ævintýra- og silungsveiðimenn héldu nýverið upp í Hafralón skammt frá Heljardalsfjöllum. Í Hafralónsá, þar sem hún fellur úr Hafralóni, er stóra og sterka ránbleikju að finna. Sjónvarpsstöðin Sýn, sýndi Sporðakastaþátt um þetta svæði í fyrra. Einn þeirra þremenninga, Sigurjón Bjarni Bjarnason sagði í samtali við Sporðaköst að sjónvarpsþátturinn hefði einmitt verið kveikjan að þessari ævintýraför.

Sindri Jón Grétarsson brosir við ránbleikju sem tók bleikan Nobbler.
Sindri Jón Grétarsson brosir við ránbleikju sem tók bleikan Nobbler. Ljósmynd/Aðsend

„Við fylgdum merktum slóða upp eftir, en svæðið var mjög blautt og við komumst ekki alla leið að lóninu sjálfu. Við gistum við bílinn og löbbuðum svo morguninn eftir að ánni. Þetta var nú meira ævintýrið. Við vöknuðum klukkan tíu um morguninn og löbbuðum af stað,“ sagði Sigurjón í samtali við Sporðaköst.

Þeir félagar Sigurjón Bjarni, Sindri Jón Grétarsson og félagi þurftu að ganga tæpa þrjá kílómetra til að koma að upptökum Hafralónsár. Bara um leið og við komum að ánni sjáum við strax veiðistað. Lítil og falleg breiða. Við köstum fyrsta kastinu og það var fiskur á. Við köstuðum öðru kastinu og það var fiskur á. Við enduðum með níu fiska á þremur klukkutímum.“ Sigurjón segir að bleikjan hafi verið ótrúlega sterk og hann ekki kynnst áður svona sterkri bleikju. Minnsti fiskurinn sem þeir félagar fengu var 42 sentímetrar en sú stærsta mældist sextíu sentímetrar.

Að fá svona bleikju í háfinn er magnað. Þær eru …
Að fá svona bleikju í háfinn er magnað. Þær eru svo þykkar og sterkar. Ljósmynd/Aðsend

„Svo setti ég í fisk. Og veistu að ég hef aldrei sett í svona fisk á ævinni. Þessi fiskur var ekki undir sjötíu sentímetrum og ég gat ekkert gert, ekkert. Hann bara keyrði og keyrði og ég reyndi allt. Herti á bremsu en það var alveg sama hann bara sagði bless við mig. Hann fór lengst niður á undirlínu og þannig lak úr þessari risa bleikju.“

En ævintýrið fékk snöggan endi þegar gerði brjálað veður með svarta þoku. „Þetta gerðist bara allt í einu og þokan var svo þykk að við fundum ekki slóðan til baka til að ganga að bílnum okkar. Þetta hafðist á endanum og við komumst kaldir og þreyttir í bíl.“

Svipurinn á Sigurjóni segir allt sem segja þarf.
Svipurinn á Sigurjóni segir allt sem segja þarf. Ljósmynd/Aðsend

Sigurjón segir að þeir hafi ákveðið að hætta og ekki viljað taka einhverja áhættu. Það er enda skynsamlegt á þessum slóðum þar sem ekkert símasamband er og menn eru algerlega á eigin vegum.

Þegar hann gerir upp ferðina segir hann þetta vera mesta ævintýri sem hann hefur lent í um dagana. Fiskar í öllum stöðum og flestir voru að tala bleikan Nobbler, einkrækju númer tíu og með litlum kón. Allt var veitt á flotlínur.

Hversu mikið ævintýri var þetta á skalanum einn til tíu?

„Þetta var svo miklu meira en tíu. Þetta er tíu plús.“

Þeir félagar eru staðráðnir í því að fara aftur upp að Hafralóni og kljást við fleiri ránbleikjur á fjöllum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert