Afmælisrit SVFR og Sportveiðiblaðið

Hörður Vilberg ritstjóri Veiðimannsins hér með lax í Langá í …
Hörður Vilberg ritstjóri Veiðimannsins hér með lax í Langá í júlíbyrjun í fyrra. Þessi tók Von eftir Sigga Haug. Tíkin Ugla fylgist með og vottar fyrir brosi. Ljósmynd/Aðsend

Það er ekki skortur á úrvalslesefni fyrir áhugasama veiðimenn. Í síðustu viku kom út áttatíu ára afmælisrit Veiðimannsins í tilefni af afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur á síðasta ári. Í sömu viku var lögð lokahönd á veglegt eintak af Sportveiðiblaðinu.

Veiðimaðurinn er birtur á netinu og var það ákvörðun stjórnar SVFR að gera afmælisblaðið aðgengilegt fyrir alla og um leið blöð aftur til ársins 2014. Í leiðara blaðsins sem ritstjórinn Hörður Vilberg skrifar montar hann sig aðeins fyrir hönd félagsins, sem er sjálfsagt á slíkum tímamótum. „Óvísindaleg könnun ritstjóra leiddi í ljós að sennilega er Veiðimaðurinn elsta veiðitímarit heimsins sem gefið er út af stangveiðifélagi en vissulega má finna eldri tímarit um stangveiði sem enn koma út. Í tilefni tímamótanna hefur stjórn SVFR sett Veiðimanninn frá árinu 2014 á vef félagsins og óskandi að hægt væri að finna leið til að að koma öllum tölublöðum Veiðimannsins á stafrænt form því þar leynast margir gullmolar,“ skrifar Hörður meðal annars.

Ritstjóri Sportveiðiblaðsins að sinna áhugamálinu. Hann er heltekinn af veiðidellu …
Ritstjóri Sportveiðiblaðsins að sinna áhugamálinu. Hann er heltekinn af veiðidellu og hefur þarna krækt í haustlax. Ljósmynd/María Björg Gunnarsdóttir

En blaðið er afar vandað og mikið lesefni á yfir 130 blaðsíðum.

Sportveiðiblaðið er líka komið út og þar kennir margra grasa, allt frá hreindýrum á Grænlandi yfir í grínkvikmyndir um veiði. Ein vinsælasta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið síðari ár er „Síðasta veiðiferðin“. Blaðið hitti leikstjórana að máli og þar kemur í ljóst þetta var bara alls ekki síðasta veiðiferðin. Þeir félagar Þorkell og Örn Marinó ætla sér að gera fleiri myndir um þessa sömu karaktera. Eitt skal þó upplýst hér og það er að sagan um hrútinn í myndinni sjálfri er alls ekki sönn. Það sem gerðist í raun og veru, er að veiðimaðurinn henti sér í ána þegar hrúturinn ætlaði í hann. En sjón er sögu ríkari (fara á myndina og lesa Sportveiðiblaðið).

Sérstök ástæða er til að óska bæði Stangaveiðifélagi Reykjavíkur til hamingju með afmælisritið og Gunnari Bender og hjálparkokkum með safaríkt eintakt af Sportveiðiblaðinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.

Skoða meira