Settu í átta laxa á ómerktum stað

Svakalegur hængur. Ásgeir Heiðar mældi ekki lengd en þeim félögum …
Svakalegur hængur. Ásgeir Heiðar mældi ekki lengd en þeim félögum bar saman að fiskurinn hefði náð því að vigta 20 pund eða meira. Honum var sleppt að lokinni myndatöku. Ljósmynd/Bjarni Júlíusson

Ævintýrið í Eystri Rangá heldur áfram. Þeir Ásgeir Heiðar og Bjarni Júlíusson er við veiðar þar núna. Þeir voru að aka milli veiðistaða í morgun þegar Ásgeir Heiðar bað Bjarna um að stoppa. „Þetta er staðurinn,“ sagði Ásgeir. Þeir tóku nokkur köst og settu strax í lax. Þeir skiptust á og voru búnir að landa sitt hvorum þremur þegar Ásgeir setti í fisk sem tók hann klukkutíma að slást við. „Það fór allt of mikill tími í þennan fisk. Hann lagðist bara og þumbaðist og þó að ég væri með allt í keng allan tímann tók þetta klukkutíma. Ég var alveg við það að nenna þessu ekki lengur,“ sagði Ásgeir Heiðar í samtali við Sporðaköst í hádeginu. Rétt fyrir klukkan eitt setti Bjarni svo í áttunda fiskinn á sama stað.

Hvað var hann langur?

„Ég mældi hann ekki, bara sleppti honum. En klárlega er þetta fiskur sem nær 20 pundum því hann var svo svakalega þykkur. Hef bara ekki veitt svona öflugan lax fyrr á Íslandi,“ sagði Ásgeir Heiðar.

Bjarni Júlíusson vottaði að þessi fiskur hefði náð tuttugu plús. Hann deildi mynd af Ásgeiri með þennan flotta fisk.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.

Skoða meira