Myndavélateljari kominn í Leirársveit

Glímt við lax í Laxfossi í Laxá í Leirársveit. Laxfoss …
Glímt við lax í Laxfossi í Laxá í Leirársveit. Laxfoss er fyrsta hindrun laxins í Leirársveitinni en Eyrarfoss, þar sem teljarinn er staðsettur er mun ofar. laxaileir.is

Í júní síðastliðnum var tekinn í notkun nýr myndavélateljari í Laxá í Leirársveit. Nú er hægt að fylgjast með laxagöngum í fjölmörgum ám í gegnum teljara sem skila gæða myndböndum af fiskum að ganga. Má þar nefna Elliðaárnar, Korpu, Laugardalsá og Langadalsá svo einhverjar séu nefndar og nú hefur Laxá í Leirársveit bæst í hópinn. Sá teljari er öllum opinn og er hægt að finna hann undir vefslóðinni http://www.riverwatcherdaily.is/

Þar er hægt að velja margar ár og sjá myndband af síðasta fiski sem gekk og einnig myndband af þeim stærsta. 

Teljarinn í Laxá í Leirársveit er fá Vaka, og er hann staðsettur við laxastigann í Eyrarfossi sem er ofarlega í ánni.

Teljarinn tekur ekki bara videomyndir af öllum fiskum sem ganga í gegn heldur áætlar hann stærð þeirra. Á hádegi í dag höfðu 128 fiskar gengið í gegnum teljarann, þar af nokkrir stórir sjóbirtingar.

Stærsti lax sem genginn er upp fyrir Eyrarfoss var áætlaður 97 sentímetrar og gekk hann upp stigann þann 28. júní.

Til samanburðar eru 902 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum og er sá stærsti áætlaður 102 sentímetrar. Síðasta sólarhringinn hafa 45 laxar farið í gegn og síðustu vikuna eru þeir 413. Þetta er ávísun á að einhverjir eiga svo sannarlega eftir að setja í hann í borgarperlunni á næstu dögum og vikum.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert