Topp tíu listinn í laxveiðinni

Eystri Rangá stekkur upp í efsta sætið á listanum yfir …
Eystri Rangá stekkur upp í efsta sætið á listanum yfir aflahæstu ár. Vikuveiðin var ríflega 500 laxar. Hér er Bjarni Júlíusson með stórlax sem hann veiddi í Eystri Rangá í gær. Ljósmynd/Aðsend

Það er tvennt sem stendur upp úr þegar nýjar veiðitölur fyrir liðna viku eru skoðaðar. Eystri Rangá er á miklu flugi og veiðin þar er ótrúleg miðað við fyrri hluta júlí.

Margar ár á Vesturlandi eru ekki að skila því sem þær ættu að vera að gera. Þegar horft er til fjölda fiska sem sést hafa í þessum ám þá eru veiðitölur ekki að endurspegla það magn.

Vatnsdalsá, Víðidalsá, Miðfjarðará, Norðurá, Langá og jafnvel Elliðaár eru að fá mun meira af fiski en í fyrra og jafnvel oft áður. Þannig var teljarinn í Elliðaánum í meira en átta hundruð fiskum á mánudag en fyrir réttu ári voru þeir 355 talsins. Hins vegar er léleg taka í öllum þessum ám og þær hljóta margar að eiga mikið inni. 

Vestanáttir segja sumir, aðrir hreinlega skilja ekki stöðuna en allir eru sammála um að þessar ár eiga inni.

Veiði í Eystri Rangá er mun betri en menn eiga að venjast þar á þessum tíma júlí. Nú er svo komið að veiðin er á pari við það sem gerist á „prime time“ eða besta tíma. En sá tími hefst venjulega um 20. júlí. Ríflega fimm hundruð laxar veiddust í nýliðinni viku og stekkur Eystri í toppsætið á lista Landssambands veiðifélaga á angling.is. Annars er listinn þessi yfir tíu aflahæstu árnar:

Eystri Rangá                  667

Urriðafoss                     589

Norðurá                        404

Ytri Rangá                     328

Þverá/Kjarrá                 275

Haffjarðará                   217

Miðfjarðará                   177

Langá                           153

Laxá í Kjós                    136

Laxá á Ásum                 131

Í ellefta sæti er Hofsá í Vopnafirði með 103 laxa. Það er mjög spennandi í Hofsá sem telst öflug síðsumars á. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert