Hátt í níu þúsund á land í Veiðivötnum

Urriðaveiðin hefur aðeins glæðst í þriðju viku veiðitímans, en bleikjuvötnin …
Urriðaveiðin hefur aðeins glæðst í þriðju viku veiðitímans, en bleikjuvötnin eru að bera uppi veiðina. Þessi urriði tók Rauðan Frances. Mynd: Pétur Alan Guðmundsson

Tæplega níu þúsund silungar hafa veiðist í Veiðivötnum í sumar. Bleikjan hefur yfirhöndina en ríflega 5700 bleikjur hafa verið veiddar á móti rúmlega 3000 urriðum. Snjóölduvatn hefur gefið mesta veiði eða um 3200 fiska. Bleikja er þar nánast alls ráðandi. Litlisjór hefur yfirburði þegar kemur að urriða en þriðjungur allra urriða sem hafa veiðst í sumar hafa veiðst þar. Þessar fyrstu þrjár vikur veiðitímans hafa bleikjuvötnin borið uppi veiðina en margir vona að senn lifni meira yfir urriðanum.

Stærsti fiskurinn sem sögur fara af í sumar veiddist í Grænavatni og var hann 13,56 pund. Tröllaukinn urriði. Besta meðalþyngdin er úr Arnarpolli en þar hafa aðeins verið skráðir sjö fiskar. Meðalþyngd þar er rúm fjögur pund. Önnur vötn með háa meðalþyngd, eru Pyttlur, Litla-Breiðavatn og Stóra og Litla-Fossvatn.

Elvar Lund með tvo stærstu fiskana sem veiðst hafa í …
Elvar Lund með tvo stærstu fiskana sem veiðst hafa í Arnarpolli í sumar. Hængurinn var sex pund og hrygnan tæplega sex pund. Ljósmynd/Aðsend

Veiðin í Veiðivötn þetta sumar er lakari en í fyrra en er samt fyllilega að ná meðaltali síðustu ára.

Fært er orðið inn að Skyggnisvatni og þar veiddust 

Mikið er um fyrirspurnir varðandi veiðileyfi og gistingu að sögn Bryndísar Magnúsdóttur. Nánast öll gisting er uppseld í húsum en vegna Covid-19 var tekin ákvörðun um að selja ekki svefnpokapláss í stóra húsið og takmarkar það fjölda þeirra sem geta gist. Veiðimenn sem voru búnir að greiða slíka gistingu í vetur halda henni.

Eitthvað er laust af stöngum í sumar og fjölgar lausum stöngum þegar líður á sumarið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert