Það er hreint út sagt mögnuð veiði í Eystri Rangá. Samtals 149 löxum var landað þar í gær og er þetta einn stærsti dagur sem muna eftir í ánni í fjölmörg ár. Sérstaka athygli vekur að enn eru tíu dagar í besti tími sumars renni upp.
Það segir líka sína sögu að 64 laxar veiddust á svæði eitt í gær sem er neðsta svæðið og er það merki um stórar göngur sem eru að mæta.
Reynir M. Sigmundsson er leiðsögumaður við Eystri og var einmitt í leiðsögn í gær. „Þetta er ótrúleg veiði og mjög mikið af laxi að ganga. Í góðu ári ætti þessi tími að vera að skila fjörutíu til sextíu löxum á dag en þetta er bara ótrúlegt,“ sagði Reynir í samtali við Sporðaköst.
Leiðsögumenn sem eru á staðnum núna muna ekki eftir svona tölu í langan tíma. Einn mundi eftir tvö hundruð laxa degi 2007 eða 2008 en það var mun síðar í júlí. Enginn viðlíka dagur hefur komið á þessum tíma í júlí.