Metdagur í Eystri Rangá

Mest var veiðin á neðsta svæðinu og gefur það til …
Mest var veiðin á neðsta svæðinu og gefur það til kynna að öflugar göngur eru mættar. Ljósmynd/Aðsend

Það er hreint út sagt mögnuð veiði í Eystri Rangá. Samtals 149 löxum var landað þar í gær og er þetta einn stærsti dagur sem muna eftir í ánni í fjölmörg ár. Sérstaka athygli vekur að enn eru tíu dagar í besti tími sumars renni upp.

Það segir líka sína sögu að 64 laxar veiddust á svæði eitt í gær sem er neðsta svæðið og er það merki um stórar göngur sem eru að mæta.

Charles Pearson frá Bretlandi með 93 sentímetra lax úr Eystri …
Charles Pearson frá Bretlandi með 93 sentímetra lax úr Eystri í gær. Ljósmynd/Aðsend

Reynir M. Sigmundsson er leiðsögumaður við Eystri og var einmitt í leiðsögn í gær. „Þetta er ótrúleg veiði og mjög mikið af laxi að ganga. Í góðu ári ætti þessi tími að vera að skila fjörutíu til sextíu löxum á dag en þetta er bara ótrúlegt,“ sagði Reynir í samtali við Sporðaköst.

Leiðsögumenn sem eru á staðnum núna muna ekki eftir svona tölu í langan tíma. Einn mundi eftir tvö hundruð laxa degi 2007 eða 2008 en það var mun síðar í júlí. Enginn viðlíka dagur hefur komið á þessum tíma í júlí.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert