„Top of the line“ landaði 25 löxum

Óttar Felix Hauksson með fallegan lax úr Hólsá. Óttar tók …
Óttar Felix Hauksson með fallegan lax úr Hólsá. Óttar tók saman skemmtilegan pistil um ferðina. Ljósmynd/Aðsend

Stangaveiðifélagið „Top of the line“ gerði góða ferð í Hólsá á dögunum. Formaður félagsins er stórsöngvarinn og stórveiðimaðurinn Björgvin Halldórsson. Þeir félagar lönduðu á tveimur dögum 25 löxum og hefur Hólsáin verið að gefa virkilega vel undanfarna daga. Þeir félagar veiddu Austurbakkann og létu vel af sér. Óttar Felix Hauksson sem er einn meðlima félagsins greindi frá ævintýrinu á facebook síðu sinni og fengum við leyfi til að birta þá færslu. 

Jón Þór Hjaltason með handfylli úr Hólsá Austurbakka. Hópurinn gerði …
Jón Þór Hjaltason með handfylli úr Hólsá Austurbakka. Hópurinn gerði svo sannarlega góða ferð og landaði 25 löxum á tveimur dögum. Ljósmynd/Aðsend

„Top of the line" stangveiðifélagið hélt í sína árlegu veiðiferð nú í vikunni. Þátttakendur að þessu sinni voru þeir Birgir Hrafnsson, Björgvin Halldórsson (form.), Eyjólfur Kristjánsson, Jón Þór Hjaltason, José Garcia og Óttar Felix Hauksson. Sophus Sigþórsson forfallaðist á síðustu stundu en inn kom, í hans stað, Knútur Lárusson, þrautreyndur veiðimaður og þaulkunnugur veiðislóðum.

Merki félagsins. Sumir veiðiklúbbar taka hlutina lengra en aðrir.
Merki félagsins. Sumir veiðiklúbbar taka hlutina lengra en aðrir. Ljósmynd/Aðsend

Við veiddum í námunda við Odda á Rangárvöllum, þann fornfræga sögustað sem leiddi hugann að Sæmundi fróða Sigfússyni. Hann var sagður hafa skrifað sögur Noregskonunga. Snorri Sturluson var fóstraður í Odda af Jóni Loftssyni, sonarsyni Sæmundar fróða og hefur að öllum líkindum nýtt sér sagnafróðleik Sæmundar við gerð Heimskringlu. Við stóðum okkur ágætlega í veiðinni, lönduðum 25 löxum á tveim dögum.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fossá Guðbjörn Gunnarsson 1. október 1.10.
101 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Laxá í Dölum Sigurður Smárason 25. september 25.9.
100 cm Miðfjarðará Róbert G. Grímsson 24. september 24.9.
104 cm Stóra Laxá Rúnar Gauti Guðjónsson 23. september 23.9.
102 cm Víðidalsá/Fitjá Nils Folmer Jörgensen 19. september 19.9.
100 cm Eystri-Rangá Hannes Gústafsson 14. september 14.9.

Skoða meira