Laxveiðin afar misjöfn eftir landshlutum

Adam Fijalkowski með glæsilegan lax úr Eystri. Þetta er maríulaxinn …
Adam Fijalkowski með glæsilegan lax úr Eystri. Þetta er maríulaxinn hans og gullfallegt eintak. Ríflega níu hundruð laxar veiddust í ný liðinni viku. Ljósmynd/Aðsend

Nýjar veiðitölur eru áhugaverðar. Sú mynd sem er að teiknast upp sýnir meðal annars að laxveiðinni er afar misskipt milli landshluta. Þannig er Suðurlandið að koma vel út með Eystri Rangá í broddi fylkingar en þar var mok veiði í síðustu viku og er komnir þar á land 1,575. Vikuveiðin í Eystri var ríflega níu hundruð laxar. Á eftir Eystri sem trónir með mikla forystu á toppnum, kemur Urriðafoss í Þjórsá með 633 laxa. Þá eru ekki talin önnur svæði í Þjórsá. 

Ytri Rangá sýnir mikil batamerki og þar veiddust 250 laxar í síðustu viku og stekkur hún upp fyrir Norðurá og fer í þriðja sætið. 

Norðurá veldur vonbrigðum en þar er nú há punktur veiðitímans en veiðin í síðustu viku var ekki nema ríflega 70 laxar.

Einnig er ástandið dauft í Þverá/Kjarrá en þar veiddust 73 laxar í síðustu viku. Hún er í fimmta sæti með 348 laxa. Margar Borgafjarðarárnar og einnig á Vesturlandi og NV landi eru ekki að skila þeirri veiði sem vonast var eftir. Fyrir norðan er hins vegar horft til þess að nú er stækkandi straumur og er hefð fyrir því að þessi straumur á að skila stærstu göngunum. Miðfjarðará er að hrökkva í gang og hefur veiðin verið stígandi. Vikuveiðin var 160 laxar sem nánast tvöfaldar heildartöluna og fer í 337 laxa í sjötta sæti.

Haffjarðará er í sjöunda sæti með 316 laxa, þá kemur Langá með 275 laxa í áttunda sæti. Laxá í Kjós er komin yfir 200 laxa í níunda sæti. Tíunda sætið skipar Laxá á Ásum með 188.

Í næstu sætum þar á eftir eru þær Vopnafjarðarsystur, Selá og Hofsá með 137 laxa og 185 sú síðarnefnda. Þær er fulltrúar NA lands og fara ágætlega af stað. Þessar tölur birtast vikulega á heimasíðu Landssambands veiðifélaga, angling.is.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira