Enn gefur Vitaðsgjafi risalax

Grímkell Sigþórsson með enn einn stórlaxinn úr Vitaðsgjafa. Þessi mældist …
Grímkell Sigþórsson með enn einn stórlaxinn úr Vitaðsgjafa. Þessi mældist 101 sentímetri og féll fyrir Grænni Druslu númer 10. Ljósmynd/Aðsend

Þriðji hundraðkallinn í sumar veiddist í þeim magnaða veiðistað Vitaðsgjafa í Laxá í Aðaldal á Nessvæðinu. Þessi fiskur mældist 101 sentímetri, en þegar eru komnir 107 og 104 sentímetra fiskar úr þessum veiðistað. 

Það var Grímkell Sigþórsson sem setti í og landaði þessum flotta fiski. Græn Drusla númer 10 var flugan sem stórlaxinn stóðst ekki.

Þetta er tólfti hundraðkallinn sem Sporðaköst fá upplýsingar um. Fimm hafa veiðst á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal, þrír í Blöndu, einn í Laxá í Kjós, Víðidalsá, Soginu og Svalbarðsá.

Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur mynd og upplýsingar verði þeir svo lánsamir að setja í og landa slíkum fiski. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira