Þess vegna notum við alltaf gleraugu

Þríkrókurinn á kafi í Stefáni. Ekki langt frá sjálfu auganu. …
Þríkrókurinn á kafi í Stefáni. Ekki langt frá sjálfu auganu. Eins og hann segir sjálfur, þá er þetta góð áminning um að nota alltaf gleraugu þegar flugu er kastað. Ljósmynd/Aðsend

Einn af reyndari leiðsögumönnum í laxveiði á Íslandi lenti í óhappi í Laxá í Dölum í gær, Hann var með viðskiptavin í leiðsögn í Höskuldsstaðastrengjum og voru þeir staddir á mið pallinum, fyrir þá sem eru kunnugir. Skyndilega fær Stefán Sigurðsson fast högg í andlitið og áttaði sig ekki strax á hvað hafði gerst. En eins og myndirnar bera með sér small þríkrókur í andlitið á honum, ekki langt frá auganu.

„Já mér brá og þetta var sárt í smá tíma svo dofnaði þetta. Ég lít á þeta sem góða áminningu um að vera alltaf með gleraugu. Ég var með gleraugu og ef krókurinn hefði farið tveimur til þremur sentímetrum hærra, þá gæti hann hafa farið í augað. Það er út af þessum slysum sem við notum alltaf gleraugu í fluguveiði,“ sagði Stefán í samtali við Sporðaköst.

Stefán var með gleraugu þegar atvikið átti sér stað. Ekki …
Stefán var með gleraugu þegar atvikið átti sér stað. Ekki gerst áður á tæplega þrjátíu ára ferli hjá honum. Ljósmynd/Aðsend

„Ég hef ekki lent í þessu fyrr á tæplega þrjátíu ára ferli sem veiðimaður og leiðsögumaður. Oft fengið flugu frá veiðimönnum í jakkann eða húfu en aldrei fyrr í andlit. Maður lærir að lesa hreyfingar veiðimanna eins og markvörður í íshokkí. En þessi náði mér,“ hlær Stefán.

Okkar maður, Stefán Sigurðsson klár í slaginn. Plástur og allir …
Okkar maður, Stefán Sigurðsson klár í slaginn. Plástur og allir góðir. Gleraugun á sínum stað. Ljósmynd/Aðsend

Og hvernig gekk að ná þríkróknum úr?

„Ég togaði bara fast í tauminn svo agnhaldið kæmi út. Svo náðum við í töng, rafmagnsbít og klipptum agnhaldið af og drógum hann svo í gegn. Þessu lauk með sótthreinsun og plástri.“ Þetta var ekki mikið að trufla Stefán þegar Sporðaköst hittu hann í dag. Hann hins vegar ítrekar að vera alltaf með gleraugu. Alltaf.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert