Tilraunin í Andakílsá lofar góðu um framhaldið

Laxinn var ólmur í fluguna hjá Birgi Guðnasyni enda áin …
Laxinn var ólmur í fluguna hjá Birgi Guðnasyni enda áin að mestu verið í hvíld í sumar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Lax er genginn í Andakílsá í Borgarfirði. Tilraunaveiðar sem hafnar voru sl. miðvikudag lofa góðu um framtíðina og formaður veiðifélagsins vonast til að hægt verði að hefja sölu á veiðileyfum á ný á næsta ári. Veiðar hafa legið niðri í þrjú ár, frá því aur barst niður í ána úr lóni Andakílsárvirkjunar og lagðist yfir hylji og uppeldissvæði laxins.

„Þetta gekk þolanlega,“ sagði Birgir Guðnason frá Akranesi og dró heldur úr árangrinum. Hann hefur tekið ástfóstri við Andakílsá enda veitt þar í 60 ár. Hóf þar sinn veiðiskap með föður sínum, Guðna Eyjólfssyni, sem löngu síðar veiddi þar sinn síðasta lax, 95 ára gamall.

Stjórn Veiðifélags Andakílsár hefur fengið reynda veiðimenn úr Andakílsá til að annast tilraunaveiðarnar.

Ljóst er að lax er kominn í ána því Birgir og tengdasonur hans, Hilmar Magnússon, veiddu tólf laxa á eina stöng á morgunvaktinni í gær. Tók Birgir fram að þetta segði ekki alla söguna því þetta væri aðeins annar dagurinn sem veitt er í ánni í sumar, að því er fram kemur í umfjöllun um veiðina í Andakílsá í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira