Fyrsti laxinn úr Geirlandsá

Jón Marteinsson með kvöldmatinn klárann. Þetta er fyrsti laxinn úr …
Jón Marteinsson með kvöldmatinn klárann. Þetta er fyrsti laxinn úr Geirlandsá sem vitað er um. Ljósmynd/JKJ

Fyrsti laxinn úr Geirlandsá kom á land í morgun. Áin er fyrst og fremst þekkt sem sjóbirtingsá en alltaf er eitthvað af laxi sem gengur í hana líka. Jón Marteinsson veiddi laxinn í Beygjunni. Jón hefur veitt Geirlandsána frá unglingsaldri og stendur nú á sjötugu. Það eru því ekki margir sem þekkja hana betur.

Jón Kristinn Jónsson, sonur hans var spurður hvað fiskurinn hefði tekið. „Brakandi ferskan gúmmíorm úr Veiðihorninu,“ var svarið. „Það verður veisla í kvöld. Glænýr villtur lax á borðum. Við vorum satt að segja ekki mjög bjartsýnir í morgun. Veðrið var ekki spennandi til veiða. Hiti 21 gráða, logn og sól. 

Við erum hins vegar að fara inn í gljúfrin eftir hádegi og það er mjög spennandi því yfirleitt rjúka fyrstu laxarnir upp úr þegar þeir mæta,“ sagði Jón Kristinn í samtali við Sporðaköst.

Laxinn vigtaði 5,5 kíló og mun duga í matinn fyrir alla.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert