Laxinn tók áttundu fluguna - Avatar 12

Anna Margrét Kristinsdóttir með hundrað sentímetra lax sem tók á …
Anna Margrét Kristinsdóttir með hundrað sentímetra lax sem tók á Hólmavaðsstíflu en var landað í Grástraumi. Hermóður Hilmarsson leiðsögumaður fagnar hressilega. Ljósmynd/Aðsend

Þrautseigjan getur oft borgað sig í laxveiðinni og það upplifði hún Anna Margrét Kristinsdóttir í gær á Hólmavaðsstíflu í Laxá í Aðaldal. Fljótlega eftir að hún byrjaði að kasta á Stífluna varð hún vör við fisk sem elti fluguna. Hún skipti og skipti um flugur og þegar sú áttunda fór undir, þá loksins tók hann. Flugan sem gerði útslagið var Avatar númer 12.

Eftir að fiskurinn tók upphófst klukkustundar löng viðureign sem endaði langt fyrir neðan Hólmavaðsstíflu eða í veiðistaðnum Grástraumi.

Anna Margrét sagði í samtali við Sporðaköst að þetta hefði verið svakaleg viðureign með hlaupum og stressi og öllu tilheyrandi. „Hann var sprellsprækur og lét mig svo sannarlega hafa fyrir hlutunum.“

Fiskurinn mældist sléttir hundrað sentímetrar að lengd og ummálið var fimmtíu sentímetrar. Anna Margrét er ekki óvön fiskum af þessari stærð í Nesi í Aðaldal en hún hefur síðustu ár borið gæfu til þess að landa nokkrum slíkum. „Það er eiginlega orðin hefð hjá mér að taka einn svona í hverjum túr.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira