Veiðir í matinn fyrir veiðimenn

Glæsilegur diskur. Ef einhver vill spreyta sig er uppskriftin hér.
Glæsilegur diskur. Ef einhver vill spreyta sig er uppskriftin hér. Ljósmynd/Aðsend
Pálmi Jónsson matreiðslumeistari eldar fyrir gesti í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit. Honum leiðist ekki að útvega hráefni fyrir sitt fólk. „Ég er búin að vera fara uppí vötnin sem Laxá kemur úr, svona inná milli og með mismunandi árangri.
Eftir að vera búin með morgunmatinn í fyrradag, fór ég út og vissi að það voru góðar líkur. Var búið að vera kalt og leiðinda veður undanfarið en þennan morgun voru tíu gráður og nánast logn! Ekkert annað hægt en að fara veiða. Ég setti í svo margar bleikjur að ég hreinlega man ekki nákvæma tölu,“ sagði Pálmi í samtali við Sporðaköst. Hann landaði nokkrum flottum bleikjum þennan morgun.
„Þetta voru hörku bleikjur. Ein rétti upp krókinn hjá mér og önnur fór alveg út á undirlínu á Sage one stönginni fyrir línu fimm. Allir fiskarnir tóku litla þurrflugu sem er svört eins og mý. Þessi fiskur fór svo beint uppí veiðihús og á disk gestanna minna um kvöldið. Það er gaman í vinnunni."
Við báðum Pálma um bleikju uppskrift og það stóð ekki á því.
Ein af bleikjunum sem Pálmi veiddi að morgni og bar …
Ein af bleikjunum sem Pálmi veiddi að morgni og bar fram að kvöldi. Verður ekki ferskara. Allar tóku þær þurrflugu. Ljósmynd/Pálmi Jónsson
Bleikju "Ceviche" Bleikjan (roð og beinlaus) lögð í lime safa með koríander og smá salt í ca 5 mín. Síðan er hún tekin uppúr leginum og nauðsynlegt að smakka hvort hún er passlega lime leginn. Síðan er hún sett á disk og sáldrað lauslega yfir með góðri olive olíu og kannski smá salti eftir smekk.
Sumar salsa: paprika, gúrka, tómatur, ferskur maíis, koriander, lime og mjög góð extra virgin olive olía (gott að setja smá Chili)
Kryddjurta mayo: Tvö heil egg soðin í 4 mín Sett í blandara og bætt rólega út í ca 250 ml olíu Siðan matskeið að góðu ediki. Fullt af kryddjurtum (hvað er til hverju sinni) 1 til 2 hvítlauks geirar, salt.
Pálmi Jónsson matreiðslumeistari með bleikjudiskinn, í Laxá í Leirársveit.
Pálmi Jónsson matreiðslumeistari með bleikjudiskinn, í Laxá í Leirársveit. Ljósmynd/Aðsend
Stökkur hvítlaukur: Sneiddur í mjög þunnar sneiðar á mandolin og djúpsteiktur.
Piklaður shallotu laukur: Laukur sneiddur í fallegar jafnar sneiðar 1/2 sm á þykkt og blanseraður í sjóðandi vatni. Og settur í pikllögin sem er 250g edik, 250g sykur, 150g vatn og rósmarín grein. Soðið og kælt áður en laukurinn er settur í.
Verði ykkur að góðu.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira