Blanda ekki á yfirfall næstu vikur

Veiðimaður í Blöndu með 84 sentímetra fisk sem veiddist á …
Veiðimaður í Blöndu með 84 sentímetra fisk sem veiddist á svæði tvö í gær. Veiðistaðurinn er Kláfur. Blanda verður veiðanleg næstu vikurnar. Ljósmynd/Aðsend

Blanda verður veiðanleg langt fram í ágúst miðað við núverandi stöðu. Hún er mjög vatnsmikil en yfirfall úr Blöndulóni er ekki fyrirsjáanlegt miðað við þá stöðu sem nú er uppi. Við greindum frá því fyrr í þessum mánuði að miklar líkur væru á yfirfalli og það strax um miðjan júlí.

Mál hafa hins vegar þróast með þeim hætti að enn er nokkuð í að Blöndulón nái þeirri hæð að til yfirfalls komi.

Erik Koberling umsjónarmaður Blöndu segir það mikinn létti að sjá hvernig veðurguðirnir hafi gengið í lið með Blöndu. Innrennsli í lónið sé með þeim hætti að útlit sé fyrir að Blanda verði veiðanleg í mánuð í viðbót. Hann tekur hins vegar fram að enginn viti hvaða aðstæður komi upp á í veðri og menn taki bara því sem að höndum ber. 

En staðan núna er góð og Erik er bjartsýnn á næstu vikur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert