Nils gerði það aftur og enn einu sinni

Nils Folmer með 102 sentímetra lax úr Hörnflúð í Laxá …
Nils Folmer með 102 sentímetra lax úr Hörnflúð í Laxá í Aðaldal. Nesveiðar standa undir nafni. Ljósmynd/Aðsend

Stórlaxahvíslarinn Nils Folmer Jörgensen gerði það aftur. Hann setti í og landaði risafiski í Hornflúð í Laxá í Aðaldal. Hornflúð er hluti af Nesveiðum þar sem þeir allra stærstu virðast eiga lögheimili.

Þegar Sporðaköst náðu tali af Nils í morgun var hann að fara í leiðsögn í Nesi. Hann sagði viðureignina hafa verið klassíska eins og ávallt er með svo stóra fiska. Hann var hins vegar miklu uppteknari af laxinum sem hann missti. „Ég setti í risafisk í Vitaðsgjafa og eftir töluverða viðureign þá rauk hann inn í sefið og eftir það átti ég ekki möguleika,“ sagði Nils í samtali við Sporðaköst. Ef einhver þekkir stórlaxana í Nesi þá er það Nils hann hefur sett í marga þeirra og landað samtals 25 löxum sem mælst hafa 100 sentímetrar eða lengri.

Þetta er flugan Glósóli og er ein af nýjustu hönnun …
Þetta er flugan Glósóli og er ein af nýjustu hönnun Nils. Hún sannaði sig í gær. Ljósmynd/NFJ

Laxinn i Hornflúð tók nýja flugu sem Nils hannaði sjálfur og ber nafnið Glósóli. Þessi tók flugu númer átta og Nils fannst afar ánægjulegt að Glósóli væri kominn í hundrað plús klúbbinn í Nesi. Laxinn mældist 102 sentímetrar

Hann segir að hlutir séu að glæðast í Nesi og hann landaði sjö löxum á þremur dögum. Missti slatta.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
103 cm Mýrarkvísl Matthías Þór Hákonarson 30. september 30.9.
103 cm Stóra Laxá Ársæll Þór Bjarnason 29. september 29.9.
101 cm Stóra Laxá Friðjón Mar Sveinbjörnsson 28. september 28.9.
100 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 26. september 26.9.
104 cm Víðidalsá Þorsteinn Sverrisson 25. september 25.9.
101 cm Snæfoksstaðir Sigurður Þór Sigurðsson 23. september 23.9.
107 cm Víðidalsá Kristján Jónsson 23. september 23.9.

Skoða meira