Glæsilegt tröll úr Grænavatni

Steinþór Jónsson með draumafiskinn úr Grænavatni. Þetta er engin smá …
Steinþór Jónsson með draumafiskinn úr Grænavatni. Þetta er engin smá sleggja enda mældist hann 75 sentímetrar og vigtaði 10,6 pund. Ljósmynd/Aðsend

Steinþór Jónsson setti í og landaði draumafiskinum í ferð sinni upp í Veiðivötn. Þrátt fyrir frekar rólega veiði heilt yfir er þetta túr sem hann mun ekki gleyma í bráð. Hann fór ásamt félögum í Grænavatn og Steinþór fór að norðanverðu alveg inn í botn. Þar hafði hann fyrr í ferðinni misst fallega urriða.

Hann setti undir Black Ghost, númer átta. „Þetta var mjög snörp en ekki svo löng barátta,“ sagði Steinþór í samtali við Sporðaköst. 

„Ég áttaði mig nú ekki á hversu stór hann var fyrr en hann kom í háfinn. Ég er varla farinn að trúa þessu enn,“ sagði hann yfir sig kátur.

Fiskurinn er ótrúlega fallegur. Steinþór hefur ekki fyrr fengið svo …
Fiskurinn er ótrúlega fallegur. Steinþór hefur ekki fyrr fengið svo stóran urriða í Veiðivötnum. Ljósmynd/Aðsend

Fiskurinn mældist 75 sentímetrar á lengd og vó 10,6 pund. Þetta er einn af stærstu fiskum sumarsins í Veiðivötnum.

Steinþór hefur veitt efra í meira en tuttugu ár og þetta er sá langstærsti sem hann hefur landað.

Aðspurður um veiðina almennt sagði hann að hún væri býsna róleg. Það sem vekur sérstaka athygli við fisk Steinþórs er hversu fallegur hann er og hvað hann samsvarar sér vel.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira