Hvar er besta laxveiðin?

Erlendur veiðimaður með stórlax úr Eystri Rangá. Hún trónir á …
Erlendur veiðimaður með stórlax úr Eystri Rangá. Hún trónir á toppnum þegar horft er til veiði síðustu viku. Ljósmynd/Aðsend

Það eru ýmsar leiðir til að búa til lista yfir bestu veiðiárnar. Auðvitað er alltaf besti mælikvarðinn, laxar á stöng á dag. Það tökum við upp síðar í sumar þegar línur skýrast. En ef við notum vikuveiðina til að búa til topp tíu lista þá tekur listinn breytingum, frá því sem er þegar eingöngu er horft á fjölda laxa. Þannig dettur Urriðafoss út af listanum og sömuleiðis Norðurá. Sú síðarnefnda hefur enn ekki birt tölur og Urriðafoss skilaði ekki nema 24 löxum í síðustu viku. Þessar tölur eru fengnar af vef Landssambands Veiðifélaga angling.is.

Uppfært:

Jökla datt út úr þessum lista en hefur nú verið bætt inn í. Þar var hörkuveiði í síðustu viku eða 114 laxar sem skilar henni í 7. sætið.

Listinn lítur þá svona út

1. Eystri Rangá           703

2. Ytri Rangá              322

3. Miðfjarðará             203

4. Selá í Vopnaf.         171

5. Þverá/Kjarrá           129

6. Laxá í Kjós             122

7. Jökla                      114

8. Haffjarðará             112

9. Langá                    110

10. Hofsá Vopnaf.         91

11. Laxá á Ásum          87

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira