Birtingurinn mættur í Eldvatnið

Hrygnan úr Hvannakeldu í Eldvatni. Jón Hrafn segist ekki muna …
Hrygnan úr Hvannakeldu í Eldvatni. Jón Hrafn segist ekki muna eftir öðrum eins látum í svo stórum fiski. Ljósmynd/Aðsend

Fyrstu sjóbirtingarnir eru að vitja heimaslóðanna í Skaftafellssýslum. Þetta sannreyndi Jón Hrafn Karlsson þegar hann fór að skoða Eldvatnið í Meðallandi í vikunni. Hann setti í og landaði áttatíu sentímetra hrygnu í veiðistaðnum Hvannakeldu.

„Hún tók eftirlæti nýgenginna sjóbirtinga, Þingeying númer átta,“ sagði Jón Hrafn í samtali við Sporðaköst. Hann fylgist grannt með Eldvatninu og veit um fleiri sjóbirtinga sem veiðst hafa. „Svo kom svakalega falleg bleikja hérna um daginn, hún var 64 sentímetrar og virkilega þykk og flott.“

Hann segir að alltaf komi eitthvað af sjóbirtingi í lok júlí, en göngurnar byrji svo svo fyrir alvöru þegar aðeins líður á ágúst.

Jón Hrafn segir hrygnuna í Hvannakeldu hafa verið mjög minnisstæða. „Ég hef ekki fyrr séð svona stóran fisk haga sér með þessum hætti. Sjö sinnum hreinsaði hún sig alveg. Þetta voru þvílík sporðaköst sem ég hef ekki áður upplifað hjá svona bolta.“

Veiðin í Eldvatninu var góð í vor og hefur verið stígandi í veiðinni eftir að sleppiskylda var sett á í ánni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira