Áttundi risalaxinn úr Nesi

Kristrún Ólöf Sigurðardóttir með hænginn úr Lönguflúð. Hann mældist 102 …
Kristrún Ólöf Sigurðardóttir með hænginn úr Lönguflúð. Hann mældist 102 sentímetrar og er Kristrún þar með komin í tuttugu punda klúbbinn í Nesi. Ljósmynd/Aðsend

Áttundi hundraðkallinn veiddist á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal í morgun. Hængur sem mældist 102 sentímetrar veiddist í Lönguflúð á fluguna Meridian númer 10. Kristrún Ólöf Sigurðardóttir veiddi fiskinn og stóð viðureignin í um 35 mínútur. 

Kristrún er þar með nýjasti með í tuttugu punda klúbbnum í Nesi.

Hinir stórlaxarnir i Nesi hafa veiðst í Vitaðsgjafa, Hólmavaðsstíflu og Hornflúð svo dæmi séu tekin. Sá stærsti til þessa er 107 sentímetrar og veiddist í Vitaðsgjafa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.
101 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 30. júlí 30.7.
102 cm Laxá í Dölum Arnór Ísfjörð Guðmundsson 26. júlí 26.7.
106 cm Nesveiðar Ingvi Jökull Logason 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 25. júlí 25.7.
102 cm Nesveiðar Nils Folmer Jörgensen 21. júlí 21.7.
100 cm Nesveiðar Anna Margrét Kristinsdóttir 19. júlí 19.7.

Skoða meira