Nú er fjör í Nesi

Ingvi Jökull Logason með 106 sentímetra hæng úr Presthyl í …
Ingvi Jökull Logason með 106 sentímetra hæng úr Presthyl í Nesi, Ljósmynd/Aðsend

Þetta var virkilega góður dagur í Árnesi í Laxá í Aðaldal. Tveir hundraðkallar voru háfaðir og mældir. Við vorum búin að segja frá 102 sentímetra fiskinum sem Kristrún veiddi fyrir hádegi. En Presthylur var vettvangur seinni vaktarinnar. 

Ingvi Jökull Logason átti Presthyl eftir hádegi. Hann valdi að setja undir Kolskegg 1/2 tommu þyngda. Þessi líka stórlaxinn tók fluguna og var landað töluvert síðar.

Þegar hann náðist í háfinn og var mældur kom í ljós að hann var hvorki meira né minna en 106 sentímetrar. Tveir gestir í Nesi fá 20 punda næluna í kvöld og það er ljóst að að er fjör í Nesi hvort sem er í ánni eða veiðihúsinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira