Stórfjölskyldan Frances

Stórfjölskyldan Frances saman komin. Þessi vinsæla flugu er til í …
Stórfjölskyldan Frances saman komin. Þessi vinsæla flugu er til í afar mörgum útfærslum og litum. Ljósmynd/Veiðihornið
Sogið fyrir landi Bíldsfells. Veiðistaðurinn er Efra horn og veiðimaðurinn Egill Kristinsson heitinn, Egill málari. Árið er líklega 1984 og Egill er á leið í land. Með’ann á. Makkerinn situr á bakkanum og kallar „Hvað tók hann Egill?“ Hann svarar „Ætli það sé ekki Frances. Það er búið að venj’ann á þetta helvíti.“  Ólafur Vigfússon rifjar upp þessa sögu þegar við ræðum við hann þá mögnuðu flugu Frances.
„Þessi minning er mér svo ljóslifandi því í „gamla daga“ þótti ekki mjög fínt að veiða á Frances. Hún þótti jafnvel ekki fluga og til voru þeir sem vildu banna hana því hún veiddi svo vel.
Hvers vegna veiða Frances og Sunray túpurnar svo vel? Kannski er það vegna þess að þær líkja eftir æti laxa úr sjó. Það er að minnsta kosti mín kenning. Sunray með löngum væng sem dregin er hratt minnir laxinn á sandsíli og Frances flugan á rækju,“ segir Ólafur í samtali við Sporðaköst.
"Upphaf Frances flugunnar má rekja til ensku flugunnar Black Eyed Prawn sem Peter Dean gerði eftir pöntun en hann var beðinn um að hnýta rækjueftirlíkingu.
Black Eyed Prawn var líkari rækju en Frances flugan sem við þekkjum í dag. Black Eyed Prawn kom fyrst fram á sjónarsviðið 1964 og hefur þróast og breyst í áranna rás. Líkt og með Sunray er réttara að tala um flugufjölskyldu en flugu þegar rætt er um Frances. Jafnvel stórfjölskyldu.
Rauð og svört Frances eru algengastar en þær eru líka …
Rauð og svört Frances eru algengastar en þær eru líka til bleikar, hvítar, bláar, grænar og í enn fleiri litum. Ljósmynd/Veiðihornið
Frances er í dag hnýtt sem hefðbundin fluga, gjarnan á þríkrækju í mörgum stærðum, allt niður í #18. Ýmis form af túpuútfærslum eru hnýtt og vinsælust eru líklega keilutúpurnar. Nú síðast kom fram á sjónarsviðið Frances hnýtt á þríkrækju, léttþyngd með kúlu en sú útfærsla hefur veitt ótrúlega vel. Þá er Frances flugan hnýtt í fjölmörgum litum í dag. Rauður og svartur hafa verið vinsælustu litir í mörg ár en aðrir litir sem hafa náð vinsældum eru meðal annars ólífugrænn, kóngablár, hvítur og nú síðustu misserin bleikur og magenta.“
Veiðihornið er samstarfsaðili Sporðakasta
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert