Í ökkla eða eyra í myndasamkeppni

Við Haukadalsvatn. Eftir fjóra tíma í roki náðist fiskur. Axel …
Við Haukadalsvatn. Eftir fjóra tíma í roki náðist fiskur. Axel Orri Kristinsson sýnir gripinn. Ljósmynd/Kristinn Ásgeirrson
Veiðifólk hefur verið duglegt að senda okkur myndir í veiðimyndasamkeppni Veiðihornsins, Árvakurs og Sporðakasta. Hér eru tvær myndir sem segja afar ólíkar sögur en báðar skemmtilegar.
Fyrri myndin er tekin við Haukadalsvatn í Haukadal 12. júlí 2020. „Við feðgar keyptum Veiðikortið í sumar og ætluðum svo sannarlega að fiska vel.
Eftir fjóra klukkutíma við vatnið í góðum vindi fengum við fisk.“
Á myndinni er Axel Orri Kristinsson en myndina tók pabbi hans Kristinn Ásgeirsson.
Hofsá í Vopnafirði. Foss 2. Hér er Albert Jónsson að …
Hofsá í Vopnafirði. Foss 2. Hér er Albert Jónsson að togast á við 93 sentímetra hæng sem fékk svo frelsið aftur. Ljósmynd/Tómas Aðalsteinsson

Hinum megin á landinu og nokkru fyrr í sumar var svo þessi mynd tekin. Hér þreytir Albert Jónsson 93 sentímetra hæng í Hofsá í Vopnafirði. Laxinn tók fluguna Eiðinn og stóð bardaginn í um fimmtán mínútur. Þessi mynd er tekin í Fossi 2 og það var Tómas Aðalsteinsson sem smellti af hinn 27. júní sem leið. 

Í sumar veitum við verðlaun fyrir fjóra flokka. Þeir eru eft­ir­far­andi: Ung­ir veiðimenn, Veiðikon­ur, Stór­ir fisk­ar og loks Veiðimynd árs­ins.

Veg­leg verðlaun verða veitt í hverj­um flokki:

Ung­ir veiðimenn -  Red­ingt­on-krakkaflugu­veiðipakki
Veiðikon­ur – Simms G3 Gui­de dömu-goretex-veiðijakki
Stór­ir fisk­ar – Mc­le­an-háf­ur með inn­byggðri vigt
Veiðimynd árs­ins – Sage Igniter-ein­henda

All­ar mynd­ir sem send­ar eru inn til þátt­töku er gjald­geng­ar og mun dóm­nefnd skipuð reynslu­bolt­um, bæði í veiði og ljós­mynd­un, fara yfir og meta hvern flokk fyr­ir sig.

Þær mynd­ir sem berast er heim­illt að birta í ár­legu riti Veiðihorns­ins, Veiði 2021, og/​eða öðrum aug­lýs­ing­um Veiðihorns­ins. Með því að senda inn mynd samþykk­ir ljós­mynd­ari slíka notk­un á mynd­inni.

Senda skal mynd­irn­ar í góðri upp­lausn á net­fangið eggert­skula@mbl.is. Greina skal frá hvar mynd­in er tek­in og hvað var að ger­ast. Þá er nauðsyn­legt að fá nöfn þeirra sem eru á mynd­inni og ekki síst hver tók hana, því það er sá sem hlýt­ur verðlaun­in ef vel tekst til.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert