Maríulaxinn tók bleikan Bismó

Ásta Erla Ósk Vignisdóttir með maríulaxinn úr Ytri-Rangá. Hún skilur …
Ásta Erla Ósk Vignisdóttir með maríulaxinn úr Ytri-Rangá. Hún skilur nú betur þá áráttu eiginmannsins að keyra landið þvert og endilangt og klæða sig í pollagalla og sveifla priki með félögunum. Ljósmynd/Bjarki Már Viðarsson
Hann Bjarki Már Viðarsson sendi okkur mynd af eiginkonunni, Ástu Erlu Ósk Vignisdóttur, með maríulaxinn úr Ytri-Rangá. Bjarki sendi myndina inn í veiðimyndasamkeppni Veiðihornsins, Árvakurs og Sporðakasta. Hann setti skemmtilega frásögn með.
„Konan mín kom með mér í sinn fyrsta veiðitúr í Ytri-Rangá á dögunum. Markmið mitt var einfalt, að fá hana til að setja í sinn fyrsta lax, eða öllu heldur sinn fyrsta fisk á flugu. Það tókst svona líka vel til. Eftir klukkutíma á fyrstu vaktinni á Heiðarbrún, á svæði fjögur, tók þessi flotti smálaxahængur bleikan Bismó. 
Svei mér þá að ég hafi ekki náð að smita hana af ástríðunni og komið henni í skilning um hvað maður sé að sækjast í, keyrandi landið endilangt til að klæða sig í pollagalla til þess eins að fara út að leika með vinum sínum með prik í hendi í öllum veðrum.“
Róbert Þórhallsson með lífið í lúkunum. Skemmtilegt augnablik frá Svartá …
Róbert Þórhallsson með lífið í lúkunum. Skemmtilegt augnablik frá Svartá í Bárðardal. Ljósmynd/Helgi Jónsson
Þá sendi Helgi Jónsson okkur skemmtilega mynd af félaga sínum við veiðar í Svartá í Bárðardal. Þarna er fangað augnablik sem er mjög skemmtilegt. Helgi skrifaði með myndinni.
„Ég sendi þér mynd af veiðifélaga mínum Róberti Þórhallssyni, stórbassaleikara og skólastjóra tónlistarskóla FÍH. Myndin er tekin við Langhyl í Svartá í Bárðardal í landi Svartárkots. Persónulega finnst mér myndin bera með sér nokkuð sterka sögn og fanga skemmtilegt augnablik.“
Sporðaköst taka undir með Helga myndasmið að augnablikið er skemmtilegt.
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Selá Jóhann Gunnar Arnarsson 13. ágúst 13.8.
100 cm Selá Kristín Ólafsdóttir 13. ágúst 13.8.
100 cm Víðidalsá Magnús 11. ágúst 11.8.
100 cm Jökla Boggi Tona 7. ágúst 7.8.
102 cm Laxá á Ásum Chis Warne 6. ágúst 6.8.
100 cm Víðidalsá Jón Trausti 5. ágúst 5.8.
100 cm Fnjóská Gunnar Jónsson 2. ágúst 2.8.

Skoða meira