Telur Blöndutilraun gefa góða raun

Ingólfur Ásgeirsson með 87 sentímetra hæng sem hann tók á …
Ingólfur Ásgeirsson með 87 sentímetra hæng sem hann tók á þriðja svæði Blöndu í gær. Hann segir fyrsta áfanga náð sem að fjölga hrygningarfiski í Blöndu. Ljósmynd/Aðsend

Miklar breytingar voru gerðar á veiðifyrirkomulagi í Blöndu í sumar. Maðkur var bannaður og sleppiskylda sett á stórlax og kvóti á smálax. félagið Starir sem kemur að leigu á Þverá/Kjarrá og Víðidalsá gerði leigusamning um Blöndu í kjölfar þess að Árni Baldursson og Lax-á ehf sögðu sig frá leigusamningi um ána.

Ingólfur Ásgeirsson er einn þeirra sem er í forsvari fyrir Starir. Sporðaköst leituðu til hans með spurninguna hvort hann teldi hægt að meta þessa tilraun nú þegar.

Ingólfur sagði svo vera. Hann hefur sjálfur verið við veiðar í Blöndu síðustu daga og það sem honum finnst sérstaklega ánægjulegt er að sjá laxa í flestum stöðum á efri svæðum árinnar. „Auðvitað er þetta langhlaup. Við erum að reyna að stuðla að því að fá öflugan hrygningarstofn í ána og það liggur fyrir að í gegnum teljara hafa farið tæplega níu hundruð laxar. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að um tuttgu prósent fiska ganga framhjá teljaranum. Þannig að það liggur fyrir að þúsund laxar eru gengnir fram á dal. Það er fyrsti áfanginn. Ef óbreytt fyrirkomulag hefði verið væri búið að drepa einhver hundruð þeirra. Þá sjáum við að meiri lax er í Svartá og mikið líf í ármótum Svartár og Blöndu,“ sagði Ingólfur Ásgeirsson í samtali við Sporðaköst.

Lax þreyttur í Blöndu í gær. Ríflega þúsund laxar eru …
Lax þreyttur í Blöndu í gær. Ríflega þúsund laxar eru komnir á efri svæði Blöndu og munu hrygna í haust. Ljósmynd/Aðsend

Blanda er komin í fjögur hundruð laxa og af þeim hafa aðeins um fimmtíu smálaxar verið drepnir.

Þessa dagana er töluvert að ganga af fiski að sögn Ingólfs. Þannig veiddust í gær sex á neðsta svæðinu og voru þeir allir lúsugir, sama má segja um ármót Blöndu og Svartár. „Við settum þar í sex laxa en lönduðum bara þremur. Þeir voru lúsugir.“

Svartá er komin í heildartöluna sem áin skilaði í fyrra. Auðvitað var 2019 hörmulegt ár en Svartá er núna að detta í sinn besta tíma og verður spennandi að sjá hverju hún skilar.

Ástæðan fyrir því að þetta er langhlaup, er lífsferill laxins. Þau hrogn sem verða að seiðum í vetur og vor munu ekki skila sér í Blöndu aftur sem laxar fyrr en eftir fimm til sex ár. Þá fyrst verður hægt að meta árangurinn. Hins vegar eins og Ingólfur bendir á er verið að stíga fyrsta skrefið með því að fjölga hrygningarfiskum í Blöndu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert