„Eitthvað pínupínulítið“ að gefa lax

Ólafur Garðarsson með níutíu sentímetra dreka úr Klapparhyl á mikró …
Ólafur Garðarsson með níutíu sentímetra dreka úr Klapparhyl á mikró Snældu. Ljósmynd/Aðsend

Húseyjarkvísl er komin í 120 laxa það sem af er sumri. Veiðitíminn í kvíslinni er langur og hefst með sjóbirtingi snemma vors og endar á sömu nótum. Ólafur Garðarsson var með breskan veiðimann í leiðsögn fyrir norðan um verslunarmannahelgina. Aðeins var veitt á eina stöng í hollinu og setti sá breski í 22 laxa og landaði 12.

Sonur Ólafs, Garðar Leó er ungur og upprennandi veiðimaður. Hann …
Sonur Ólafs, Garðar Leó er ungur og upprennandi veiðimaður. Hann er hér með 61 sentimetra lax úr Gullhyl sem tók fluguna Bláma. Ljósmynd/Aðsend

„Það er ofurlítið skrítin staða í henni. Það er mikið af laxi komið í Húseyjarkvíslina en maður þarf virkilega að hafa fyrir honum og beita hugmyndafluginu,“ sagði Ólafur Garðarsson í samtali við Sporðaköst.

Veiðibókin fyrir Húseyjarkvísl er inni á Anglingiq.com og þegar hún er skoðuð sést að stærsti laxinn í sumar er 95 sentímetrar og veiddist á Nýju brú, eða V6 eins og hann er merktur. 

Sunray Shadow og Rauð Frances-kónn eru sterkustu flugurnar, en nokkrir laxar upp á síðkastið hafa verið bókaðir á; „eitthvað pínupínulítið“.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert