Hvernig mælir maður fisk nákvæmlega?

Hér er búið að leggja málbandið við fiskinn og hægt …
Hér er búið að leggja málbandið við fiskinn og hægt að sanna stærð, óski einhver eftir því. Þessum hæng var sleppt honum að meinalausu. Ljósmynd/NFJ

Nils Folmer Jörgensen, leiðsögumaður birti í dag pistil á facebook síðu sinni þar sem hann fer yfir hvernig er best að mæla fisk, ef þarf að mæla hann nákvæmlega. Hann leggur áherslu á í leiðbeiningum sína að laxinum sé haldið blautum og á það sérstaklega við um nýgenginn fisk, þar sem hreistrið á honum er mjög laust. Best er auðvitað segir Nils þegar tveir veiðimenn eru saman að annar lyfti laxinum í skamman tíma á meðan hinn mælir. Þetta sé þó ekki nákvæmasta aðferðin en dugi vel með flesta fiska.

„Það geta komið upp aðstæður þar sem menn vilja mjög nákvæma mælingu. Það getur bæði verið ef menn eru með mjög stóran fisk eða eru einir á stöng en vilja sönnun fyrir veiðinni,“ skrifar stórlaxahvíslarinn Nils.

Hann segist hafa orðið var við gagnrýni á sig á stundum þegar hann hefur birt myndir af stórum fiskum. Hann á móti viðurkennir að hann hafi stundum velt fyrir sér mælingunni þegar aðrir veiðimenn hafa birt myndir af met fiskum.

Hér má sjá annað dæmi þar sem sömu aðferð er …
Hér má sjá annað dæmi þar sem sömu aðferð er beitt. Ljósmynd/NFJ

„Í dag er ég alltaf með á mér málband og tek myndir af öllum fiskum. Flestir eru með góðan síma í dag og málband. Þá er lausnin á þessu frekar einföld. Leggja málbandið yfir fiskinn frá snoppu aftur í sporð kverk og taka mynd beint ofan á hann. Þá sést nákvæmlega hver lengdin er.“

Áskorunin er alltaf að finna sléttan stað til að leggja fiskinn á. Best segir Nils er að gera það á grunnu vatni þannig að laxinn sé alltaf blautur. Ef hann er lagður á gras er æskilegt að grasið blautt. Aðrar aðferðir eru að vera með fiskinn í blautum háfi eða leggja hann á plast. Ástæðan fyrir því að Nils leggur ofur áherslu á að tryggja að laxinn sé blautur, er að ef hann þornar þá eru líkur á að slímhimnan sem ver fiskinn fyrir alls konar sýkingum. Sérstaklega er nýgenginn fiskur viðkvæmur fyrir þessu, en þegar hann verður leginn þá minnkar hreisturlos og slímhimnan þykknar.

Ef myndavél er tilbúin og málband til staðar segir Nils að þessi athöfn taki ekki nema fimm til tíu sekúndur. 

Nils birtir myndir af fiskum sem hann mældi og myndaði með þessum hætti og tekur fram að þeir hafi skotist eins og tundurskeyti út í hylinn þegar þeim var sleppt. Undir þetta skrifar hann; „Megi laxinn lifa.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Miðfjarðará Erik Koberling 18. september 18.9.
104 cm Víðidalsá Nils Folmer Jörgensen 18. september 18.9.
100 cm Miðfjarðará Páll Guðmundsson 15. september 15.9.
101 cm Víðidalsá Hörður Sigmarsson 15. september 15.9.
108 cm Vatnsdalsá Ingólfur Davíð Sigurðsson 10. september 10.9.
103 cm Vatnsdalsá Nils Folmer Jörgensen 9. september 9.9.
100 cm Hrútafjarðará Gísli Vilhjálmsson 9. september 9.9.

Skoða meira