Líf og fjör í Elliðaánum

Árni Kristinn Skúlason tekst á við hænginn á Hrauni. Hann …
Árni Kristinn Skúlason tekst á við hænginn á Hrauni. Hann mældist 72 sentímetrar. Ljósmynd/Aðsend

Árni Kristinn Skúlason og Óskar Örn Arnarson veiðiverðir við Elliðaárnar gerðu góða ferð í borgarperluna í gær. Árni Kristinn sendi okkur lýsingu af hreint út sagt magnaðri vakt. Gefum honum orðið.

„Við veiðiverðirnir ákváðum að stökkva á lausa stöng en það hefur verið vel selt í Elliðaánum í sumar. Við fórum seint af stað og vorum mættir við Hundasteina um korter yfir fimm.

Ég byrja og set undir litla svarta flugu en fékk engin viðbrögð við henni. Ég kalla á Óskar og segi honum að byrja. Í fyrsta kasti neglir lax fluguna, hann tók kvart-tommu Frances og stekkur í gríð og erg. Hann datt af eftir rúmlega tveggja mín bardaga. Óskar segir mér að fara út og ég reyni að veiða andstreymis, það skilar engu nema litlum pattaralegum urriða.

Óskar með fallegan smálax úr Hundasteinum. Þessi mældist 69 sentímetrar.
Óskar með fallegan smálax úr Hundasteinum. Þessi mældist 69 sentímetrar. Ljósmynd/Árni Kristinn

Þá var komið að Óskari, hann setti undir litla, Metallicu og auðvitað í fyrsta kasti neglir glæsilegur 69 sentímetra hængur, það var mikið líf í Hundasteinum og var lax að sýna sig á fullu! Förinni var síðan haldið upp á Hraun og setti ég gulan Sunray hitch undir. Eftir að hafa skautað yfir strenginn neglir stór fiskur fluguna í dauða vatninu, hann heggur þungt í og þumbast í strengnum. Eftir góðar tíu mínútur næ ég honum á land og var það hnaunsþykkur 72 sentímetra hængur! Í baráttunni var hann búinn að vefja sig um steina og stökkva örugglega fjórum sinnum.

Ég var smá hræddur þar sem ég var með átta punda taum en Maxima þolir allt! Síðan fórum við í Grófarkvörn þar sem við sáum nokkra laxa en þeir tóku ekki.

Árni Kristinn með hænginn sem hann landaði á Hrauninu á …
Árni Kristinn með hænginn sem hann landaði á Hrauninu á Sunray. Ljósmynd/Aðsend

Þá var ferðinni heitið í Efri-Kistu. Ég fer út með kvart-tommu Frances, ég slengi honum rétt út fyrir klöppina til að taka út línu en þá rífur fiskur í - Þar sem ég er algjör bleikjuveiðimaður þá strike-a ég laxinn og ríf úr honum, úff.

Í næsta kasti fer flugan nær sefinu, ég menda og hann er strax á! Ég tek laxinn úr hylnum og í dauða vatnið fyrir ofan, þar löndum við honum og var það falleg 55 sentímetra hrygna. Óskar fer síðan á eftir mér með sömu flugu og kastar á sama stað, hann mendar línuna og það er fiskur á! Fiskurinn var dýrvitlaus og straujar upp og niður hylinn og stekkur og stekkur. Við náum honum loksins upp úr hylnum og löndum honum, þetta var þykkur og flottur 56 sentímetra hængur. Eftir Kistur fórum við í Símastreng og settum í tvo þar. Við sáum fiska í öllum stöðum en takan fór með vindinum um hálf níu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert